Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer aftur hækkandi eftir stöðugar lækkanir í rúma viku.

Tunnan af Brent olíunni fór yfir 112 dollara í morgun en hefur síðan gefið aðeins eftir og stendur í 111,5 dollurum. Síðdegis í gær var verðið á Brent olíunni komið niður í rúma 110 dollara á tunnuna. Svipaða sögu er að segja af bandarísku léttolíunni sem en tunnunan af henni kostar 91 dollara í augnablikinu.

Það er einkum óvissan í Venesúela eftir fráfall Hugo Chavez sem veldur þessum verðbreytingum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×