Vaktir með lyfjaprófum Birgir Þór Harðarson skrifar 6. mars 2013 16:45 Ricciardo var kannski ekki búinn að drekka nógu mikið til þess að geta pissað. Annars hlýtur Red Bull að gera athugasemd við að hann drekki Gatorate. Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur. „Klukkan er 6:42. Lyfjapróf." Þannig hljómaði tíst Alonso um atvikið. Perez, ökumaður McLaren, staðfesti einnig að hafa fengið heimsókn frá köllunum með pissdollur í gærmorgun. Þá var Ricciardo vakinn heima hjá sér af sömu mönnum og segir það hafa verið vandræðalega uppákomu. „Sætti lyfjaprófi snemma í morgun," tísti Ástralinn og bætti svo við: „Allt í einu verður erfitt að pissa heima hjá sér þegar einhver stendur og horfir yfir öxlina á þér." Lyfjaeftirliti er ekki aðeins við haldið á meðan keppnisvertíðinni stendur heldur er það allan allan ársins hring. Lyfjaeftirlitsaðilar geta því birst á tröppunum hjá hverjum sem, þegar þeir vilja. Sá háttur hefur verið hafður á lengi. Árið 2002 féll tékkneski ökuþórinn Tomas Enge á lyfjaprófi þegar vottur af kanabis-efnum fannst í lífsýnum hans. Hann ók í þremur mótum fyrir Prost-liðið árið 2001 og hafði unnið meistaratitil ökuþóra í F3000 þegar lyfjaprófið var gert. Hann er eini Formúlu 1-ökuþórinn sem fallið hefur á lyfjaprófi. Ógæfan hefur ekki enn yfirgefið Tékkann því síðasta sumar féll hann aftur á lyfjaprófi og má ekki taka þátt í mótorsporti í átján mánuði. Hann er því jafnframt eini Formúlu 1-ökuþórinn sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi. Formúla Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Formúlu 1-ökuþórarnir Fernando Alonso, Sergio Perez og Daniel Ricciardo fengu óvænta og snemmbúna heimsókn í gærmorgun þegar Alþjóðlega lyfjaeftirlitsnefndin leit við hjá þeim þremur. „Klukkan er 6:42. Lyfjapróf." Þannig hljómaði tíst Alonso um atvikið. Perez, ökumaður McLaren, staðfesti einnig að hafa fengið heimsókn frá köllunum með pissdollur í gærmorgun. Þá var Ricciardo vakinn heima hjá sér af sömu mönnum og segir það hafa verið vandræðalega uppákomu. „Sætti lyfjaprófi snemma í morgun," tísti Ástralinn og bætti svo við: „Allt í einu verður erfitt að pissa heima hjá sér þegar einhver stendur og horfir yfir öxlina á þér." Lyfjaeftirliti er ekki aðeins við haldið á meðan keppnisvertíðinni stendur heldur er það allan allan ársins hring. Lyfjaeftirlitsaðilar geta því birst á tröppunum hjá hverjum sem, þegar þeir vilja. Sá háttur hefur verið hafður á lengi. Árið 2002 féll tékkneski ökuþórinn Tomas Enge á lyfjaprófi þegar vottur af kanabis-efnum fannst í lífsýnum hans. Hann ók í þremur mótum fyrir Prost-liðið árið 2001 og hafði unnið meistaratitil ökuþóra í F3000 þegar lyfjaprófið var gert. Hann er eini Formúlu 1-ökuþórinn sem fallið hefur á lyfjaprófi. Ógæfan hefur ekki enn yfirgefið Tékkann því síðasta sumar féll hann aftur á lyfjaprófi og má ekki taka þátt í mótorsporti í átján mánuði. Hann er því jafnframt eini Formúlu 1-ökuþórinn sem hefur fallið tvisvar á lyfjaprófi.
Formúla Mest lesið Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira