Lífið

Justin Bieber svarar fyrir sig

Það hefur mikið mætt á ungstirninu Justin Bieber síðustu daga. Honum var hent út af næturklúbbi í London á afmælisdaginn og mætti svo tveimur tímum of seint á tónleika.

Justin ákvað að svara fyrir sig á Twitter enda á hann rúmlega 35 milljónir fylgjendur á síðunni.

Justin bauð upp á gasgrímu í London á dögunum.
"Sögusagnir, sögusagnir og fleiri sögusagnir. Kannski tala ég um þær einn daginn. Núna ætla ég bara að vera jákvæður. Ég einblíni á það góða í lífinu. Ég nýt blessunar og ég gleymi því ekki," skrifar Justin. Hann segir Guð þann eina sem dæmi sig.

Leiður á afmælisdaginn.
"Sögur sem eru búnar til til að selja í blöðin eru hluti af starfinu. En ég er góð manneskja. Það veit ég. Þið getið ekki breytt þeirri skoðun minni. Þið getið sagt hvað sem er svo lengi sem ég nýt stuðnings fjölskyldu minnar, vina og aðdáenda. Við erum öll jöfn fyrir Guði og berum ábyrgð á hvort öðru. Ég er aðeins dæmdur af einu afli og ég þjóna honum."

Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×