Viðskipti erlent

Búast við lítilsháttar samdrætti á evrusvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Búist er við því að hagkerfið á evrusvæðinu muni dragast lítillega saman á þessu ári, samkvæmt spá framkvæmdastjórnarinnar Evrópusambandsins. Þetta sagði Olli Rehn, varaforseti framkvæmdastjórnarinnar, þegar hann kynnti efnahagsspá evruríkjanna.

Talið er að samdrátturinn muni nema 0,3 prósentum en áður var talið að hagvöxtur yrði 0,1%. Aftur á móti gerir framkvæmdastjórnin ráð fyrir því að hagvöxtur verði 0,7 prósent á evrusvæðinu á síðasta ársfjórðungi.

Meira um málið á vef BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×