Viðskipti erlent

Árekstrar við elgi kosta norska bíleigendur 5 milljarða á ári

Árekstrar við elgi kosta norska bílaeigendur yfir 250 milljónir norskra króna á ári eða yfir 5 milljarða króna.

Þetta kemur fram í nýjum útreikningum tryggingarféllagsins If. Helsta ástæðan fyrir þessu mikla tjóni er hátt hlutfall þeirra bíla sem dæmdir eru ónýtir eftir að þeir hafa lent í árekstri við elgi.

Að meðaltali er tjón þess bíleigenda sem lendir í slíkum árekstri um 150 þúsund norskar krónur eða rúmlega þrjár milljónir króna. Alls var keyrt á um 2.500 elgi í Noregi í fyrra en þá eru ákeyrslur lesta teknar með í dæmið. Árekstrar bíla voru rúmlega 1.800 talsins að sögn blaðsins Verdens Gang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×