Enn beðið eftir nýjum Volvo XC-90 Finnur Thorlacius skrifar 26. febrúar 2013 10:14 Sala Volvo XC-90 hefur farið úr 84.000 eintökum í 31.000 á ári. Forstjóri Volvo, Hakan Samuelsson er ekki mjög glaður með þá töf sem orðið hefur á smíði Volvo XC-90 jeppans, en heil tíu ár eru síðan síðasta kynslóð hans kom á markað. Þessi bíll var einu sinni söluhæsti bíll Volvo, en það er löngu liðin tíð. Útkoma bílsins hefur tafist úr hófi fram og sífelldar frestanir á því að hann verði tilbúinn á markað. Það fer mjög í taugar forstjórans sem einnig tjáði sig um hversu dýrt það er. Salan á XC-90 í fyrra fell um 21% niður í 31.290 bíla. Árið 2004 keppti XC-90 við BMW X5 um sölumagn og það ár seldist hann í 84.032 eintökum. Var hann þá mest seldi bíll Volvo og það átti eftir að endast til ársins 2007 og seldust þá 79.140 bílar. Það var svo V50 langbakurinn sem velti XC-90 úr sessi sem mest selda gerð Volvo. Ekki er von á nýjum XC-90 í ar og ekki heldur næsta ár, heldur árið 2015. Kemur það hressilega á óvart, ekki síst vegna þess að íslenskir bílablaðamenn sáu einmitt eitt af frumeintökum bílsins í prófunum á sveitavegum í nágrenni Barcelona í síðustu viku og veittu honum eftirför í fáeinar mínútur. Var sá bíll nokkuð mikið breyttur frá útliti síðustu kynslóðar, en nær öruggt má samt telja að þar hafi farið næsti XC-90. Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent
Sala Volvo XC-90 hefur farið úr 84.000 eintökum í 31.000 á ári. Forstjóri Volvo, Hakan Samuelsson er ekki mjög glaður með þá töf sem orðið hefur á smíði Volvo XC-90 jeppans, en heil tíu ár eru síðan síðasta kynslóð hans kom á markað. Þessi bíll var einu sinni söluhæsti bíll Volvo, en það er löngu liðin tíð. Útkoma bílsins hefur tafist úr hófi fram og sífelldar frestanir á því að hann verði tilbúinn á markað. Það fer mjög í taugar forstjórans sem einnig tjáði sig um hversu dýrt það er. Salan á XC-90 í fyrra fell um 21% niður í 31.290 bíla. Árið 2004 keppti XC-90 við BMW X5 um sölumagn og það ár seldist hann í 84.032 eintökum. Var hann þá mest seldi bíll Volvo og það átti eftir að endast til ársins 2007 og seldust þá 79.140 bílar. Það var svo V50 langbakurinn sem velti XC-90 úr sessi sem mest selda gerð Volvo. Ekki er von á nýjum XC-90 í ar og ekki heldur næsta ár, heldur árið 2015. Kemur það hressilega á óvart, ekki síst vegna þess að íslenskir bílablaðamenn sáu einmitt eitt af frumeintökum bílsins í prófunum á sveitavegum í nágrenni Barcelona í síðustu viku og veittu honum eftirför í fáeinar mínútur. Var sá bíll nokkuð mikið breyttur frá útliti síðustu kynslóðar, en nær öruggt má samt telja að þar hafi farið næsti XC-90.
Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent