Nýr Golf GTI kynntur í Genf Finnur Thorlacius skrifar 27. febrúar 2013 14:15 Verður 220 hestöfl en eyðslan minnkar um heil 18%. Aðeins rúm vika er í opnun bílasýningarinnar í Genf og ríkir mikil spenna vegna frumsýningar á mörgum nýjum bílum þar. Einn af þeim bílum sem hve flestir bíða eftir að sjá er nýr Golf GTI, sem er kraftaútgáfa sjöundu kynslóðar Golf bílsins. Ýmislegt hefur þó verið gefið upp um þennan bíl. Hann verður byggður á MQB grind og undirvagni eins og flestir bílar Volkswagen nú. Vélin verður áfram 2,0 l. fjögurra strokka og skilar nú 220 hestöflum til framhjólanna. Í fyrsta skipti mun Volkswagen bjóða "performance pack" fyrir GTI bílinn sem bætir við 10 hestöflum. Bíllinn léttist um 25 kíló, en flestir bjuggust reyndar við að bíllinn myndi léttast meira, þar sem grunngerð Golf léttist um 100 kíló með tilkomu sjöundu kynslóðarinnar. Golf GTI verður 6,5 sekúndur í hundraðið og 6,4 með aflaukningunni. Hámarkshraðinn er 247 km/klst. Eyðslan fer niður um heil 18% frá síðustu kynslóð bílsins, þrátt fyrir aukið afl. Kaupendur GTI geta valið milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra DSG sjálfskiptingar. Felgurnar eru 17 tommu, sérlega flottar og bera nafnið Brooklyn. Sala nýs Golf GTI hefst í Evrópu í maí og verðið verður 28.350 Evrur. Athyglivert er hversu mikið ódýrari hann verður í Bandaríkjunum, en þar er búist við að verðið haldist frá síðustu kynslóð, eða 23.995 dollarar. Þeir bílar sem seldir eru í Bandaríkjunum eru framleiddir í Mexíkó. Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent
Verður 220 hestöfl en eyðslan minnkar um heil 18%. Aðeins rúm vika er í opnun bílasýningarinnar í Genf og ríkir mikil spenna vegna frumsýningar á mörgum nýjum bílum þar. Einn af þeim bílum sem hve flestir bíða eftir að sjá er nýr Golf GTI, sem er kraftaútgáfa sjöundu kynslóðar Golf bílsins. Ýmislegt hefur þó verið gefið upp um þennan bíl. Hann verður byggður á MQB grind og undirvagni eins og flestir bílar Volkswagen nú. Vélin verður áfram 2,0 l. fjögurra strokka og skilar nú 220 hestöflum til framhjólanna. Í fyrsta skipti mun Volkswagen bjóða "performance pack" fyrir GTI bílinn sem bætir við 10 hestöflum. Bíllinn léttist um 25 kíló, en flestir bjuggust reyndar við að bíllinn myndi léttast meira, þar sem grunngerð Golf léttist um 100 kíló með tilkomu sjöundu kynslóðarinnar. Golf GTI verður 6,5 sekúndur í hundraðið og 6,4 með aflaukningunni. Hámarkshraðinn er 247 km/klst. Eyðslan fer niður um heil 18% frá síðustu kynslóð bílsins, þrátt fyrir aukið afl. Kaupendur GTI geta valið milli 6 gíra beinskiptingar eða 6 gíra DSG sjálfskiptingar. Felgurnar eru 17 tommu, sérlega flottar og bera nafnið Brooklyn. Sala nýs Golf GTI hefst í Evrópu í maí og verðið verður 28.350 Evrur. Athyglivert er hversu mikið ódýrari hann verður í Bandaríkjunum, en þar er búist við að verðið haldist frá síðustu kynslóð, eða 23.995 dollarar. Þeir bílar sem seldir eru í Bandaríkjunum eru framleiddir í Mexíkó.
Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Innlent