Missti auga í F1-árekstri en má nú keyra á ný Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. febrúar 2013 23:00 Maria de Villota. Mynd/Nordic Photos/Getty Maria de Villota, fyrrum æfingaökumaður í formúlu eitt, hefur fengið leyfi til þess að setjast á bak við stýrið á ný. Hún missti hægri augað í slysi í júlí í fyrra þegar hún var að prufa Marussia-formúlubíl í Cambridgeshire. Maria de Villota fékk mikla höfuðáverka og meiddist illa í andlitinu í slysinu en hún er dóttir Emilio de Villota sem keppti í formúlunni á sínum tíma. Hennar formúludagar eru þó taldir. „Þeir gáfu mér leyfi í síðustu viku til að fara að keyra á ný," sagði Maria de Villota við BBC. „Ég er aftur farin að geta metið fjarlægðir vel og mér líður eins og ekkert hafi gerst," sagði De Villota. De Villota er 33 ára gömul en hún viðurkennir þó að hún glími enn við höfuðverk og máttleysi vegna slyssins en hún hefur eytt síðustu sjö mánuðum í endurhæfingu á Spáni. „Til að byrja með var erfitt að gera daglega hluti eins og að grípa lykla eða ná í vatnsglas. Núna gengur allt hinsvegar miklu betur," segir De Villota og bætti við: „Þegar allt er á botninn holft þá er mitt náttúrulega umhverfi í bílnum og ég er ánægðust þar. Ég hef saknað þess að keyra," viðurkenndi Maria de Villota. Formúla Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Maria de Villota, fyrrum æfingaökumaður í formúlu eitt, hefur fengið leyfi til þess að setjast á bak við stýrið á ný. Hún missti hægri augað í slysi í júlí í fyrra þegar hún var að prufa Marussia-formúlubíl í Cambridgeshire. Maria de Villota fékk mikla höfuðáverka og meiddist illa í andlitinu í slysinu en hún er dóttir Emilio de Villota sem keppti í formúlunni á sínum tíma. Hennar formúludagar eru þó taldir. „Þeir gáfu mér leyfi í síðustu viku til að fara að keyra á ný," sagði Maria de Villota við BBC. „Ég er aftur farin að geta metið fjarlægðir vel og mér líður eins og ekkert hafi gerst," sagði De Villota. De Villota er 33 ára gömul en hún viðurkennir þó að hún glími enn við höfuðverk og máttleysi vegna slyssins en hún hefur eytt síðustu sjö mánuðum í endurhæfingu á Spáni. „Til að byrja með var erfitt að gera daglega hluti eins og að grípa lykla eða ná í vatnsglas. Núna gengur allt hinsvegar miklu betur," segir De Villota og bætti við: „Þegar allt er á botninn holft þá er mitt náttúrulega umhverfi í bílnum og ég er ánægðust þar. Ég hef saknað þess að keyra," viðurkenndi Maria de Villota.
Formúla Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira