Volkswagen borgar 1.200.000 í bónus Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2013 15:31 Ágætasta ávísun er á leiðinni til hvers einasta starfsmanns Volkswagen Laun og bónusar forstjórans voru 1.827 milljónir króna. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er örlátur við starfsfólk sitt og hefur líklega efni á því þar sem fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira en í fyrra. Bónusinn fyrir árið 2012 nemur 1,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Væn er sú upphæð ofan á regluleg laun, en engu að síður er þessi bónus nú 4% lægri en í fyrra. Bónus forstjórans, Martin Winterkorn, eru þó örlítið hærri en hjá venjulegum starfsmanni á gólfi, eða 1.827 milljónir króna. Eru þá reyndar talin saman laun og bónusar fyrir árið. Árið 2011 voru laun Winterkorn þó hærri, eða 2.205 milljónir króna. Það þótti sumum nokkuð ofaukið og blöskraði svo mörgum í heimalandinu Þýskalandi að laun hans og bónusar voru lækkaðir þrátt fyrir aukinn hagnað. Volkswagen býst við að hagnaður ársins í ár verði svipaður og í fyrra. Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent
Laun og bónusar forstjórans voru 1.827 milljónir króna. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er örlátur við starfsfólk sitt og hefur líklega efni á því þar sem fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira en í fyrra. Bónusinn fyrir árið 2012 nemur 1,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Væn er sú upphæð ofan á regluleg laun, en engu að síður er þessi bónus nú 4% lægri en í fyrra. Bónus forstjórans, Martin Winterkorn, eru þó örlítið hærri en hjá venjulegum starfsmanni á gólfi, eða 1.827 milljónir króna. Eru þá reyndar talin saman laun og bónusar fyrir árið. Árið 2011 voru laun Winterkorn þó hærri, eða 2.205 milljónir króna. Það þótti sumum nokkuð ofaukið og blöskraði svo mörgum í heimalandinu Þýskalandi að laun hans og bónusar voru lækkaðir þrátt fyrir aukinn hagnað. Volkswagen býst við að hagnaður ársins í ár verði svipaður og í fyrra.
Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent