Volkswagen borgar 1.200.000 í bónus Finnur Thorlacius skrifar 28. febrúar 2013 15:31 Ágætasta ávísun er á leiðinni til hvers einasta starfsmanns Volkswagen Laun og bónusar forstjórans voru 1.827 milljónir króna. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er örlátur við starfsfólk sitt og hefur líklega efni á því þar sem fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira en í fyrra. Bónusinn fyrir árið 2012 nemur 1,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Væn er sú upphæð ofan á regluleg laun, en engu að síður er þessi bónus nú 4% lægri en í fyrra. Bónus forstjórans, Martin Winterkorn, eru þó örlítið hærri en hjá venjulegum starfsmanni á gólfi, eða 1.827 milljónir króna. Eru þá reyndar talin saman laun og bónusar fyrir árið. Árið 2011 voru laun Winterkorn þó hærri, eða 2.205 milljónir króna. Það þótti sumum nokkuð ofaukið og blöskraði svo mörgum í heimalandinu Þýskalandi að laun hans og bónusar voru lækkaðir þrátt fyrir aukinn hagnað. Volkswagen býst við að hagnaður ársins í ár verði svipaður og í fyrra. Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent
Laun og bónusar forstjórans voru 1.827 milljónir króna. Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen er örlátur við starfsfólk sitt og hefur líklega efni á því þar sem fyrirtækið hefur aldrei hagnast meira en í fyrra. Bónusinn fyrir árið 2012 nemur 1,2 milljónum króna fyrir hvern starfsmann. Væn er sú upphæð ofan á regluleg laun, en engu að síður er þessi bónus nú 4% lægri en í fyrra. Bónus forstjórans, Martin Winterkorn, eru þó örlítið hærri en hjá venjulegum starfsmanni á gólfi, eða 1.827 milljónir króna. Eru þá reyndar talin saman laun og bónusar fyrir árið. Árið 2011 voru laun Winterkorn þó hærri, eða 2.205 milljónir króna. Það þótti sumum nokkuð ofaukið og blöskraði svo mörgum í heimalandinu Þýskalandi að laun hans og bónusar voru lækkaðir þrátt fyrir aukinn hagnað. Volkswagen býst við að hagnaður ársins í ár verði svipaður og í fyrra.
Mest lesið Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent