Häkkinen: Hamilton að taka mikla áhættu Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2013 06:00 Häkkinen vonar að Mercedes nái árangri í Formúlu 1 í sumar. nordicphotos/afp Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Häkkinen ók nánast allan sinn Formúlu 1-feril hjá McLaren vann heimsmeistaratitlana árin 1998 og 1999 með liðinu. Hann segir Mercedes-bílana hafa verið undir pari síðan þýski bílaframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1 með silfurörvarnar sínar. Þeir verði að byrja að skila úrslitum áður en nýjar vélar verða kynntar á næsta ári. „McLaren er frábært lið og þeir stefna alltaf á sigur," sagði Häkkinen við Sky Sports. „Ég held að við munum vita það betur um mitt tímabil hvort það hafi verið mistök fyrir Hamilton að fara til Mercedes í vetur. Ég tel Hamilton hins vegar hafa horft á langtíma markmið sín í formúlunni þegar hann valdi Mercedes." Mercedes-liðið hefur aðeins unnið einn sigur á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þeir snéru aftur í Formúlu 1. Sá sigur kom í Kína í fyrra þegar Nico Rosberg stýrði bílnum fyrstur yfir endamarkið í sérstökum aðstæðum. Häkkinen segir að Mercedes verði að skila árangri í ár. „Æfingarnar byrjuðu ekki vel fyrir þá í Jerez. Lewis klessti bílinn þegar bremsurnar biluðu. Það verður bara að kallast slæm byrjun á tímabilinu." Häkkinen talaði hins vegar vel um Sergio Perez sem leysir Hamilton af hjá McLaren. Perez hefur verið kokhraustur eftir fyrstu æfingarnar og segir McLaren-liðið uppfylla villtustu drauma sína. „Hann er sjálfsöruggur núna og stefnir að því að vinna mót og heimsmeistaratitla. Það eru jákvæð merki," sagði Häkkinen enn fremur. „Vonum að hann sé ekki of sjálfsöruggur því þá fer maður að gera mistök."Hamilton og Häkkinen eru ágætis félagar.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mika Häkkinen, tvöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og fyrrum ökuþór McLaren-liðsins, segir að Lewis Hamilton hafi tekið mikla áhættu þegar hann skipti frá McLaren til Mercedes-liðsins í vetur. Häkkinen ók nánast allan sinn Formúlu 1-feril hjá McLaren vann heimsmeistaratitlana árin 1998 og 1999 með liðinu. Hann segir Mercedes-bílana hafa verið undir pari síðan þýski bílaframleiðandinn snéri aftur í Formúlu 1 með silfurörvarnar sínar. Þeir verði að byrja að skila úrslitum áður en nýjar vélar verða kynntar á næsta ári. „McLaren er frábært lið og þeir stefna alltaf á sigur," sagði Häkkinen við Sky Sports. „Ég held að við munum vita það betur um mitt tímabil hvort það hafi verið mistök fyrir Hamilton að fara til Mercedes í vetur. Ég tel Hamilton hins vegar hafa horft á langtíma markmið sín í formúlunni þegar hann valdi Mercedes." Mercedes-liðið hefur aðeins unnið einn sigur á þessum þremur árum sem liðin eru síðan þeir snéru aftur í Formúlu 1. Sá sigur kom í Kína í fyrra þegar Nico Rosberg stýrði bílnum fyrstur yfir endamarkið í sérstökum aðstæðum. Häkkinen segir að Mercedes verði að skila árangri í ár. „Æfingarnar byrjuðu ekki vel fyrir þá í Jerez. Lewis klessti bílinn þegar bremsurnar biluðu. Það verður bara að kallast slæm byrjun á tímabilinu." Häkkinen talaði hins vegar vel um Sergio Perez sem leysir Hamilton af hjá McLaren. Perez hefur verið kokhraustur eftir fyrstu æfingarnar og segir McLaren-liðið uppfylla villtustu drauma sína. „Hann er sjálfsöruggur núna og stefnir að því að vinna mót og heimsmeistaratitla. Það eru jákvæð merki," sagði Häkkinen enn fremur. „Vonum að hann sé ekki of sjálfsöruggur því þá fer maður að gera mistök."Hamilton og Häkkinen eru ágætis félagar.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira