Toyota og Lexus seldu 109.000 tvinnbíla í Evrópu í fyrra Finnur Thorlacius skrifar 20. febrúar 2013 08:45 Vinsældir tvinnbíla hafa aldrei verið meiri en í fyrra Bliknar þó í samanburði við sölu þeirra í Bandaríkjunum. Í fyrra fór tala þeirra tvinnbíla (Hybrid) sem Toyota og Lexus seldu í Evrópu einni í fyrsta sinn yfir eitt hundrað þúsund bíla markið. Jókst sala á tvinnbílum merkjanna tveggja um 29% á síðasta ári. Toyota seldi um þrjá fjórða en Lexus fjórðung. Af þeim Lexus bílum sem seldust í Evrópu í fyrra voru 90% þeirra með tvinntækni og hefur Lexus merkið mikla sérstöðu hvað það varðar. Þessar tölur blikna þó í samanburði við sölu Toyota og Lexus á tvinnbílum í Bandaríkjunum í fyrra, en þar seldust 327.000 slíkir, Lexus með 38.000 þeirra. Var það 60% allra tvinnbíla sem seldust í álfunni. Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent
Bliknar þó í samanburði við sölu þeirra í Bandaríkjunum. Í fyrra fór tala þeirra tvinnbíla (Hybrid) sem Toyota og Lexus seldu í Evrópu einni í fyrsta sinn yfir eitt hundrað þúsund bíla markið. Jókst sala á tvinnbílum merkjanna tveggja um 29% á síðasta ári. Toyota seldi um þrjá fjórða en Lexus fjórðung. Af þeim Lexus bílum sem seldust í Evrópu í fyrra voru 90% þeirra með tvinntækni og hefur Lexus merkið mikla sérstöðu hvað það varðar. Þessar tölur blikna þó í samanburði við sölu Toyota og Lexus á tvinnbílum í Bandaríkjunum í fyrra, en þar seldust 327.000 slíkir, Lexus með 38.000 þeirra. Var það 60% allra tvinnbíla sem seldust í álfunni.
Mest lesið Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent