Williams frumsýndi í Barcelona Birgir Þór Harðarson skrifar 19. febrúar 2013 17:30 Maldonado var að vonum ánægður með að komast loksins í nýjan Williams-bíl. nordicphotos/afp Williams F1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 í Barcelona í dag áður en önnur æfingalota undirbúningstímabilsins hófst þar í morgun. FW25-bíllinn er uppfærð útgáfa af bíl síðasta árs enda hefur reglunum ekki verið breytt mikið milli ára. "Ég er ánægður með framþróunina á þessum bíl," sagði Mike Coughlan, tæknistjóri Williams-liðsins. "Þetta er betri og mun rennilegri Formúla 1-bíll en FW24-bíllinn var. Ég held að allir sem tóku þátt í þessu verkefni séu stoltir af þeirri vinnu sem þeir lögðu til." Þrátt fyrir að segja að bíllinn sé aðeins uppfærsla af bíl síðasta árs segir liðið jafnframt að FW25 sé 80% nýr. Í hann hefur verið komið fyrir nýjum gírkassa, nýtt fjöðrunarkerfi að aftan, nýtt kælikerfi, nýtt gólf, nýtt púst, ný yfirbygging og ný trjóna. Þeir Pastor Maldonado og Valtteri Bottas munu aka Williams-bílnum í sumar en Bruno Senna var látinn fara í vetur. Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Williams F1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 í Barcelona í dag áður en önnur æfingalota undirbúningstímabilsins hófst þar í morgun. FW25-bíllinn er uppfærð útgáfa af bíl síðasta árs enda hefur reglunum ekki verið breytt mikið milli ára. "Ég er ánægður með framþróunina á þessum bíl," sagði Mike Coughlan, tæknistjóri Williams-liðsins. "Þetta er betri og mun rennilegri Formúla 1-bíll en FW24-bíllinn var. Ég held að allir sem tóku þátt í þessu verkefni séu stoltir af þeirri vinnu sem þeir lögðu til." Þrátt fyrir að segja að bíllinn sé aðeins uppfærsla af bíl síðasta árs segir liðið jafnframt að FW25 sé 80% nýr. Í hann hefur verið komið fyrir nýjum gírkassa, nýtt fjöðrunarkerfi að aftan, nýtt kælikerfi, nýtt gólf, nýtt púst, ný yfirbygging og ný trjóna. Þeir Pastor Maldonado og Valtteri Bottas munu aka Williams-bílnum í sumar en Bruno Senna var látinn fara í vetur.
Formúla Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira