Flýgur heim til að taka þátt í Vetrarhátíð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 4. febrúar 2013 09:30 Eðvarð Egilsson, betur þekktur sem Eddi í Steed Lord, mun koma heim til Íslands til að taka þátt opnunaratriði Vetrarhátiðar, en hann er búsettur í Los Angeles þar sem gerir það gott með hjómsveitinni Steed Lord. Eddi mun vinna með listamanninum Marcos Zotes, en hann vakti mikla athygli fyrir myndir sem hann varpaði á Hallgrímskirkju á Vetrarhátið í fyrra.Frá verki Marcos Zotes á Vetrarhátíð í fyrra.Ásamt þvi að vera í Steed Lord hefur Eddi verið að vinna að sólóverkefni sem ber nafnið Cosmos. Marcos vissi af þessu og hafði samband við Edda til að bjóða honum að taka þátt í hátíðinni með sér þetta árið. Það leist Edda strax mjög vel á. Hann segir tónlist vera mjög myndræna fyrir sér og finnst frábært að fá tækifæri til að túlka hana á þennan hátt.Hvernig verður atriðið með öðru sniði en í fyrra? ,,Þetta árið verður listaverkið í gagnvirku þrívíddar formi úr mynd og tónlist sem þýðir að áhorfandinn fær að taka þátt í listaverkinu sjálfu með nýjum hætti en áður. Meira get ég ekki sagt eins og er en ég hvet alla að koma og upplifa þetta með eigin augum, en atriðið verður sýnt á Austurvelli", segir Eddi.Ásamt því að vera í Steed Lord gerir Eddi tónlist undir nafninu Cosmos.Vetrarhátíð hest fimmtudaginn 7. febrúar og stendur yfir næstu helgi. Hátíðin hefur fengið frábæra umfjöllun í fjölmiðlum og nýlega mældi CNN eindregið með Vetrarhátíð í umfjöllun sinni um 10 heitustu áfangastaði Evrópu árið 2013. Þetta verður því eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara. Nánari dagskrá Vetrarhátíðar er að finna á vetrarhátíð.is og á facebook. Tónlist Edda má finna hér og verk Marcos Zotes hér.Verkefni Zotes gaf miðbænum skemmtilegan lit.Eddi ásamt hinum meðlimum Steed Lord, en þau gáfu út plötu í desember sem hefur fengið góð viðbrögð hið ytra. Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Eðvarð Egilsson, betur þekktur sem Eddi í Steed Lord, mun koma heim til Íslands til að taka þátt opnunaratriði Vetrarhátiðar, en hann er búsettur í Los Angeles þar sem gerir það gott með hjómsveitinni Steed Lord. Eddi mun vinna með listamanninum Marcos Zotes, en hann vakti mikla athygli fyrir myndir sem hann varpaði á Hallgrímskirkju á Vetrarhátið í fyrra.Frá verki Marcos Zotes á Vetrarhátíð í fyrra.Ásamt þvi að vera í Steed Lord hefur Eddi verið að vinna að sólóverkefni sem ber nafnið Cosmos. Marcos vissi af þessu og hafði samband við Edda til að bjóða honum að taka þátt í hátíðinni með sér þetta árið. Það leist Edda strax mjög vel á. Hann segir tónlist vera mjög myndræna fyrir sér og finnst frábært að fá tækifæri til að túlka hana á þennan hátt.Hvernig verður atriðið með öðru sniði en í fyrra? ,,Þetta árið verður listaverkið í gagnvirku þrívíddar formi úr mynd og tónlist sem þýðir að áhorfandinn fær að taka þátt í listaverkinu sjálfu með nýjum hætti en áður. Meira get ég ekki sagt eins og er en ég hvet alla að koma og upplifa þetta með eigin augum, en atriðið verður sýnt á Austurvelli", segir Eddi.Ásamt því að vera í Steed Lord gerir Eddi tónlist undir nafninu Cosmos.Vetrarhátíð hest fimmtudaginn 7. febrúar og stendur yfir næstu helgi. Hátíðin hefur fengið frábæra umfjöllun í fjölmiðlum og nýlega mældi CNN eindregið með Vetrarhátíð í umfjöllun sinni um 10 heitustu áfangastaði Evrópu árið 2013. Þetta verður því eitthvað sem enginn má láta framhjá sér fara. Nánari dagskrá Vetrarhátíðar er að finna á vetrarhátíð.is og á facebook. Tónlist Edda má finna hér og verk Marcos Zotes hér.Verkefni Zotes gaf miðbænum skemmtilegan lit.Eddi ásamt hinum meðlimum Steed Lord, en þau gáfu út plötu í desember sem hefur fengið góð viðbrögð hið ytra.
Menning Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira