Völdu versta ökuþór síðustu 20 ára Birgir Þór Harðarson skrifar 7. febrúar 2013 19:30 Lesendur veftímaritsins Autosport hafa valið versta Formúlu 1 ökuþór síðustu tuttugu ára. Fyrir valinu varð Japaninn Takachiho "Taki" Inoue sem keppti í átján mótum árin 1994 og 1995 með ömurlegum árangri. Það furðulegasta við valið var að Inoue hélt uppi mikilli kosningabaráttu á Twitter þar sem hann bað lesendur blaðsins um að kjósa sig. Inoue skildi ekki mikið eftir sig í Formúlu 1. Hann ók fyrir tvö lið, Simtek Ford og Footwork Hart, en lauk aðeins fimm mótum. Hans besti árangur var áttunda sæti í ítalska kappakstrinum 1995. Aðeins átta luku mótinu vegna áreksturs margra bíla í upphafi mótsins. Inoue er einnig þekktastur fyrir framgöngu sína í þessu móti því þegar Damon Hill og Michael Schumacher ætluðu að hringa Inoue ók Schumacher aftan á Hill með þeim afleiðingum að báðir urðu að hætta keppni. Annað atvik sem fékk fólk til að örvænta um hæfileika Inoue var þegar hann varð fyrir sjúkrabíl í Ungverjalandi árið 1995. Hart-vélin í Footwork-bíl hans sprakk eftir 13 hringi svo hann þurfti að leggja honum í brautarkantinum. Inoue treysti brautarvörðunum hins vegar ekki til þess að slökkva eldinn í vélarrúminu og greip sjálfur slökkvitæki. Eftirleikinn má sjá í myndbandinu hér að ofan. Í örðu sæti í vali lesenda varð Svisslendingurinn Jean-Denis Deletraz sem ók fyrir Larrousse- og Pacific-liðin í þremur mótum árið 1994. Ekki er mikið um hann að segja nema að hann lauk einu móti af þremur, í fimmtánda sæti og síðastur. Alex Yoong frá Malasíu varð þriðji í valinu. Hann var ömurlegur fyrir Minardi-liðið árin 2001 til 2002. Hann reyndi 18 sinnum að taka þátt í sjálfri keppninni en tókst aðeins fjórtán sinnum að komst upp úr tímatökunum. Hans besti árangur var í ástralska kappakstrinum árið 2002 þegar hann komst í mark í sjöunda sæti, næst síðastur og þremur hringjum á eftir fremsta manni. Í fjórða sæti varð svo annar gamall Minardi-ökuþór. Argentínumaðurinn Gaston Mazzacane keppni í 21 móti og náði best áttunda sæti á Nurburgring áirð 2000. Alain Prost réð hann svo til liðs við sig árið 2001 en lét hann fara þegar fjögur mót voru liðin af vertíðinni. Fimmti varð Giovanni Lavaggi, aðalsmaður frá Sikiley sem skráður var til leiks í tíu mótum en keppti aðeins sjö sinnum fyrir Pacific og Minardi árin 1995 og 1996. Með vonlausri frammistöðu sinni varð hann eini ökuþórinn árið 1995 til að ljúka engu móti sem hann var skráður í. Formúla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira
Lesendur veftímaritsins Autosport hafa valið versta Formúlu 1 ökuþór síðustu tuttugu ára. Fyrir valinu varð Japaninn Takachiho "Taki" Inoue sem keppti í átján mótum árin 1994 og 1995 með ömurlegum árangri. Það furðulegasta við valið var að Inoue hélt uppi mikilli kosningabaráttu á Twitter þar sem hann bað lesendur blaðsins um að kjósa sig. Inoue skildi ekki mikið eftir sig í Formúlu 1. Hann ók fyrir tvö lið, Simtek Ford og Footwork Hart, en lauk aðeins fimm mótum. Hans besti árangur var áttunda sæti í ítalska kappakstrinum 1995. Aðeins átta luku mótinu vegna áreksturs margra bíla í upphafi mótsins. Inoue er einnig þekktastur fyrir framgöngu sína í þessu móti því þegar Damon Hill og Michael Schumacher ætluðu að hringa Inoue ók Schumacher aftan á Hill með þeim afleiðingum að báðir urðu að hætta keppni. Annað atvik sem fékk fólk til að örvænta um hæfileika Inoue var þegar hann varð fyrir sjúkrabíl í Ungverjalandi árið 1995. Hart-vélin í Footwork-bíl hans sprakk eftir 13 hringi svo hann þurfti að leggja honum í brautarkantinum. Inoue treysti brautarvörðunum hins vegar ekki til þess að slökkva eldinn í vélarrúminu og greip sjálfur slökkvitæki. Eftirleikinn má sjá í myndbandinu hér að ofan. Í örðu sæti í vali lesenda varð Svisslendingurinn Jean-Denis Deletraz sem ók fyrir Larrousse- og Pacific-liðin í þremur mótum árið 1994. Ekki er mikið um hann að segja nema að hann lauk einu móti af þremur, í fimmtánda sæti og síðastur. Alex Yoong frá Malasíu varð þriðji í valinu. Hann var ömurlegur fyrir Minardi-liðið árin 2001 til 2002. Hann reyndi 18 sinnum að taka þátt í sjálfri keppninni en tókst aðeins fjórtán sinnum að komst upp úr tímatökunum. Hans besti árangur var í ástralska kappakstrinum árið 2002 þegar hann komst í mark í sjöunda sæti, næst síðastur og þremur hringjum á eftir fremsta manni. Í fjórða sæti varð svo annar gamall Minardi-ökuþór. Argentínumaðurinn Gaston Mazzacane keppni í 21 móti og náði best áttunda sæti á Nurburgring áirð 2000. Alain Prost réð hann svo til liðs við sig árið 2001 en lét hann fara þegar fjögur mót voru liðin af vertíðinni. Fimmti varð Giovanni Lavaggi, aðalsmaður frá Sikiley sem skráður var til leiks í tíu mótum en keppti aðeins sjö sinnum fyrir Pacific og Minardi árin 1995 og 1996. Með vonlausri frammistöðu sinni varð hann eini ökuþórinn árið 1995 til að ljúka engu móti sem hann var skráður í.
Formúla Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Sjá meira