Viðskipti erlent

Sextíu prósent atvinnuleysi hjá ungmennum á Spáni

MYND/AP
Atvinnuleysi á Spáni hefur náð nýjum hæðum. Sextíu prósent atvinnubærra Spánverja undir tuttugu og fimm ára aldri er nú án atvinnu. Þetta kemur fram í nýjum tölum sem yfirvöld á Spáni birtu í dag.

Þar kemur fram að fjórðungur atvinnubærra manna sé nú á atvinnuleysisskrá í þessu fjórða stærsta hagkerfi Evrópu. Atvinnulausum fjölgaði um tæp tíu prósent á síðasta ári. Síðustu mánuði hefur efnahagslífið á Spáni dregist saman en líklegt er að efnahagslægðin ríki fram á næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×