Lífið

Stjörnufans fagnar með Sagafilm

Ellý Ármanns skrifar

Árlegt partí Sagafilm sem ber heitið Vetrar Hjúfr fór fram á föstudagskvöldið nema hvað að í ár var það stærra, flottara og betra en nokkru sinni fyrr. Fjöldi þekktra einstaklinga lét sjá sig og veitingarnar voru aldeilis ekki af verri endanum því boðið var upp á rétti sem hafa unnið í sjónvarpsþáttum MasterChef Ísland sem eru á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldum.

Þá var verkefnum Sagafilm varpað upp á stóran skjá þar sem þættir eins og Pressa 4 og Réttur 3 voru afhjúpaðir.

Logi Bergmann sló í gegn með spurningabombuleik en það var Elín Sveinsdóttir sem fékk verðlaun að leik loknum.

Þakið ætlaði að rifna ofan af upptökuveri Sagafilm þegar Páll Óskar mætti á svæðið og tók lagið Gordjöss fyrir gesti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.