Benz, Ford og Nissan þróa saman vetnisbíla 29. janúar 2013 09:00 Við undirskrift samningsins Ætla að framleiða saman 100.000 bíla. Í gær var skrifað undir samstarfssamning milli þessara þriggja stóru bílaframleiðenda um þróun og framleiðslu á vetnisbílum sem koma eiga á markað árið 2017. Framleiðendurnir segja að þessi samningur marki tímamót í markmiðum þeirra að framleiða bíla sem menga ekki neitt. Í honum þeim felist skýr skilaboð til ráðamanna, bílamarkaðarins og birgja um þá stefnu sem þau hafa tekið. "Við höfum aldrei verið eins nálægt byltingarkenndri þróun vetnisbíla og nú með þessu samstarfi" sögðu stjórnendur bílaframleiðendanna. Framleiðendurnir þrír ætla að smíða a.m.k. 100.000 vetnisbíla í þessu samstarfi og allir aðilar leggja til jafnt fjármagn. Í síðustu viku kynntu Toyota og BMW samskonar samstarf um þróun vetnisbíla. Því virðist sem bílaframleiðendur séu þessa dagana að makka sig flestir saman til að dreifa hinum mikla þróunarkostnaði sem óhjákvæmilegur er. Renault á möguleika á að ganga inn í samstarf Benz, Ford og Nissan vegna tengsla sinna við Nissan og enn fleiri framleiðendur gætu bæst við því framleiðendurnir þrír vilja halda því mjög opnu. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent
Ætla að framleiða saman 100.000 bíla. Í gær var skrifað undir samstarfssamning milli þessara þriggja stóru bílaframleiðenda um þróun og framleiðslu á vetnisbílum sem koma eiga á markað árið 2017. Framleiðendurnir segja að þessi samningur marki tímamót í markmiðum þeirra að framleiða bíla sem menga ekki neitt. Í honum þeim felist skýr skilaboð til ráðamanna, bílamarkaðarins og birgja um þá stefnu sem þau hafa tekið. "Við höfum aldrei verið eins nálægt byltingarkenndri þróun vetnisbíla og nú með þessu samstarfi" sögðu stjórnendur bílaframleiðendanna. Framleiðendurnir þrír ætla að smíða a.m.k. 100.000 vetnisbíla í þessu samstarfi og allir aðilar leggja til jafnt fjármagn. Í síðustu viku kynntu Toyota og BMW samskonar samstarf um þróun vetnisbíla. Því virðist sem bílaframleiðendur séu þessa dagana að makka sig flestir saman til að dreifa hinum mikla þróunarkostnaði sem óhjákvæmilegur er. Renault á möguleika á að ganga inn í samstarf Benz, Ford og Nissan vegna tengsla sinna við Nissan og enn fleiri framleiðendur gætu bæst við því framleiðendurnir þrír vilja halda því mjög opnu.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent