Róleg byrjun á Íslandi en kröftug í Bandaríkjunum 29. janúar 2013 14:45 Þeir tæmast fljótt af geymslusvæðunum vestanhafs en hægar hérlendis Talsvert frá meðalsölu hérlendis en 8% yfir í Bandaríkjunum. Nýja árið hefst ekki á samskonar hátt í bílasölu hérlendis og í Bandaríkjunum. Fram til 25. janúar hafa aðeins selst 385 fólksbílar hér og þó að salan færi eitthvað yfir 400 bíla í mánuðinum mun salan ekki ná meðalsölu hvers mánaðar í fyrra. Í fyrra seldust um 7.900 bílar, eða um 660 bílar á mánuði. Hafa verður þó í huga að sala á bílaleigubílum er líklega í lágmarki í byrjun hvers árs, en tekur stökk á vorin. Í Bandaríkjunum er salan 8% meiri en í janúar í fyrra, en bílasala þar vestanhafs í fyrra var mjög góð og þar seldust 14,5 milljónir bíla. Ef salan nú heldur áfram sem horfir gæti hún náð yfir 15 milljónum bíla. Því var reyndar spáð í byrjun árs. Í Bandaríkjunum eru fyrstu tveir mánuðir ársins oftast þeir slökustu í sölu, en vöxturinn frá því í fyrra samt umtalsverður. Vestanhafs hefur Ford og Chrysler gengið mjög vel það sem af er árs og búist við yfir 16% söluaukningu hjá þeim báðum er núverandi mánuður verður gerður upp. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent
Talsvert frá meðalsölu hérlendis en 8% yfir í Bandaríkjunum. Nýja árið hefst ekki á samskonar hátt í bílasölu hérlendis og í Bandaríkjunum. Fram til 25. janúar hafa aðeins selst 385 fólksbílar hér og þó að salan færi eitthvað yfir 400 bíla í mánuðinum mun salan ekki ná meðalsölu hvers mánaðar í fyrra. Í fyrra seldust um 7.900 bílar, eða um 660 bílar á mánuði. Hafa verður þó í huga að sala á bílaleigubílum er líklega í lágmarki í byrjun hvers árs, en tekur stökk á vorin. Í Bandaríkjunum er salan 8% meiri en í janúar í fyrra, en bílasala þar vestanhafs í fyrra var mjög góð og þar seldust 14,5 milljónir bíla. Ef salan nú heldur áfram sem horfir gæti hún náð yfir 15 milljónum bíla. Því var reyndar spáð í byrjun árs. Í Bandaríkjunum eru fyrstu tveir mánuðir ársins oftast þeir slökustu í sölu, en vöxturinn frá því í fyrra samt umtalsverður. Vestanhafs hefur Ford og Chrysler gengið mjög vel það sem af er árs og búist við yfir 16% söluaukningu hjá þeim báðum er núverandi mánuður verður gerður upp.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent