Lotus frumsýndi E21-bílinn í gær Birgir Þór Harðarson skrifar 29. janúar 2013 18:00 Lotus-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 á vefnum í gærkvöldi. Bíllinn er byggður á bíl síðasta árs sem reyndist liðinu mjög áreiðanlegur. Yfirmenn liðsins vonast til þess að bíllinn muni geta fært Lotus-liðinu fleiri sigra en þeir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean munu aka áfram fyrir liðið. Raikkönen vann eina keppni í fyrra, í Abú Dhabí. "Ég held að það sé hægt að segja að við eigum möguleika á frábærum hlutum. Stökkið sem við tókum milli áranna 2011 og 2012 sýnir hvers megnug við erum," sagði Eric Boullier, liðstjóri Lotus. "Við ætlum okkur að gera okkur að einu af toppliðnunum í Formúlu 1 og við höfum sáð fyrir því. Nú er bara að uppskera með sterkum úrslitum og verðlaunasætum," sagði hann enn fremur. En þó E21-bíllinn sé mjög svipaður forvera sínum segir James Allison, tæknistjóri liðsins, að nokkur atriði undir vélhlífinni hafi verið hönnuð upp á nýtt, algerlega frá grunni. Þá nefndi hann að fjöðrunarkerfið, bæði að framan og að aftan hafi verið endurhannað til að auka loftaflsfræðilega möguleika bílsins. Bíllinn hefur tvöfalt DRS sem varð vinsælt á seinni hluta tímabilsins í fyrra en enginn náði að fullkomna. Þá er þrepið á trjónu bílsins enn til staðar en það mun að öllum líkindum hverfa að ári þegar Formúla 1 gengur í gegnum róttækar reglubreytingar á ný. Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lotus-liðið í Formúlu 1 frumsýndi keppnisbíl sinn fyrir árið 2013 á vefnum í gærkvöldi. Bíllinn er byggður á bíl síðasta árs sem reyndist liðinu mjög áreiðanlegur. Yfirmenn liðsins vonast til þess að bíllinn muni geta fært Lotus-liðinu fleiri sigra en þeir Kimi Raikkönen og Romain Grosjean munu aka áfram fyrir liðið. Raikkönen vann eina keppni í fyrra, í Abú Dhabí. "Ég held að það sé hægt að segja að við eigum möguleika á frábærum hlutum. Stökkið sem við tókum milli áranna 2011 og 2012 sýnir hvers megnug við erum," sagði Eric Boullier, liðstjóri Lotus. "Við ætlum okkur að gera okkur að einu af toppliðnunum í Formúlu 1 og við höfum sáð fyrir því. Nú er bara að uppskera með sterkum úrslitum og verðlaunasætum," sagði hann enn fremur. En þó E21-bíllinn sé mjög svipaður forvera sínum segir James Allison, tæknistjóri liðsins, að nokkur atriði undir vélhlífinni hafi verið hönnuð upp á nýtt, algerlega frá grunni. Þá nefndi hann að fjöðrunarkerfið, bæði að framan og að aftan hafi verið endurhannað til að auka loftaflsfræðilega möguleika bílsins. Bíllinn hefur tvöfalt DRS sem varð vinsælt á seinni hluta tímabilsins í fyrra en enginn náði að fullkomna. Þá er þrepið á trjónu bílsins enn til staðar en það mun að öllum líkindum hverfa að ári þegar Formúla 1 gengur í gegnum róttækar reglubreytingar á ný.
Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fótbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira