Tveir látnir í París-Dakar 11. janúar 2013 15:17 Keppnin er löng og erfið og krefst mikið af ökumönnum Keppnin hefur kostað mörg mannslíf gegnum árin. Nú stendur yfir þolaksturskeppnin sem kennd er við París-Dakar. Keppnin fer hinsvegar fram í Perú, Síle og Argentínu og fer árlega fram í byrjun árs. Keppni þessi er afar hættuleg og hefur kostað marga lífið, keppendur, aðstoðarmenn sem og áhorfendur. Þetta ár ætlar ekki að vera nein undantekning frá því. Í fyrradag létust tveir þegar aðstoðarbíll lenti í árekstri við leigubíl og annar leigubíll valt mörgum sinnum við það að reyna að forðast áreksturinn. Sjö slösuðust auk dauðsfallanna og eru þeir allir á sjúkrahúsi, mismikið slasaðir. Keppnin heldur áfram þrátt fyrir þessi áföll. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent
Keppnin hefur kostað mörg mannslíf gegnum árin. Nú stendur yfir þolaksturskeppnin sem kennd er við París-Dakar. Keppnin fer hinsvegar fram í Perú, Síle og Argentínu og fer árlega fram í byrjun árs. Keppni þessi er afar hættuleg og hefur kostað marga lífið, keppendur, aðstoðarmenn sem og áhorfendur. Þetta ár ætlar ekki að vera nein undantekning frá því. Í fyrradag létust tveir þegar aðstoðarbíll lenti í árekstri við leigubíl og annar leigubíll valt mörgum sinnum við það að reyna að forðast áreksturinn. Sjö slösuðust auk dauðsfallanna og eru þeir allir á sjúkrahúsi, mismikið slasaðir. Keppnin heldur áfram þrátt fyrir þessi áföll.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Íþróttamaður ársins fékk ekki að líftryggja sig vegna BMI-stuðulsins Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent