Lækkar bensínið í ár? 13. janúar 2013 11:00 Gæti orðið fyrsta árið í langan tíma sem eldsneyti lækkar. Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós. Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent
Gæti orðið fyrsta árið í langan tíma sem eldsneyti lækkar. Spár benda til þess að verð á bensíni muni lækka á þessu ári í Bandaríkjunum og að lækkunin gæti numið um 5 prósentustigum. Nægt framboð er á olíu og eftirspurn mun vaxa lítið. Ef þessar spár reynast réttar verður árið í ár fyrsta árið í langan tíma þar sem verð á eldsneyti lækkar milli ára. Hækkun eða lækkun eldsneytisverð vestanhafs endurspeglast gjarna á öðrum mörkuðum. Í Bandaríkjunum hefur verð á eldsneyti fallið nokkuð á undanförnum mánuðum og því mun áætluð lækkun í ár bætast við þá lækkun og þykja það góðar fréttir. Þar í landi er reyndar verð á bensíni um það bil helmingi lægra en hér á landi, en þykir samt hátt. Helsta ástæða þess að lækkandi eldsneytisverð hefur ekki skilað sér við bensíndælurnar hér er gengisþróun krónunnar, sem fallið hefur nokkuð undanfarið. Snemma á síðasta ári lögðu þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram tillögu um tímabundna lækkun á álögum ríkisins á eldsneyti og ef þær hefðu verið samþykktar hefði lítraverð á bensíni lækkað um 50 krónur. Ekki hefur það enn gengið eftir, en hvað verður eftir kosningar í vor á tíminn eftir að leiða í ljós.
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Bandaríkin muni semja Innlent