Í sumar verður afar vinsælt að klæðast svörtu og hvítu saman ef marka má helstu tískuspekúlanta. Þessi samsetning spilaði stórt hlutverk í vor -og sumar sýningum hönnuða á borð við Marc Jacobs, Céline, Alexander Wang og Jil Sander.
Það má segja að þetta trend sé nokkur tilbreyting frá fyrri árum, en það er venjan að litadýrð sé við völd í sumartískunni.
Skemmtileg tilbreyting í anda sjöunda áratugarins.