Viðskipti erlent

AGS segir að meira þurfi til í Bandaríkjunum

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að samkomulagið sem kom í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi í Bandaríkjunum nú um áramótin sé ekki nægileg aðgerð til þess að takast á við efnahagsörðugleika landsins og fjárlagahalla þess til lengri tíma. Mun meira þurfi að koma til.

Í áliti sem sjóðurinn sendi frá sér í gærkvöldi segir m.a. að grípa þurfi til aðgerða sem geri skuldastöðu Bandaríkjana sjálfbæra án þess þó að eyðileggja þann veikburða efnahagsbata sem hafinn er í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×