Audi hættir við A2 rafbílinn 3. janúar 2013 13:45 Audi A2 rafmagnsbíllinn fær ekki að líta dagsljósið Á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 kynnti Audi þessa útgáfu A2-bílsins, eingöngu drifinn áfram með rafmagni. Audi hafði þá uppi áform um að verða enginn eftirbátur annarra bílaframleiðenda í smíði rafbíla. Dræm sala á rafdrifnum bílum síðan þá hefur hinsvegar fengið fyrirtækið af þessum áformum og ekkert verður af smíði þessa bíls, sem keppa átti við BMW i3 og Mercedes Benz A-Class. Forsvarsmenn Audi létu hafa eftir sér að hönnun þessa bíls hafi verið ágætis verkfræðiæfing sem nýtist í framtíðinni, en lítil eftirspurn eftir rafmagnsbílum nú réttlæti hinsvegar ekki að þróuninni verði haldið áfram. Bíllinn átti að koma á markað árið 2014, bæði sem rafmagnsbíll og tvinnbíll. Hann var mjög léttur, eða ríflega 1.100 kg og mest smíðaður úr áli og koltrefjum. Hann var 114 hestöfl og átti að komast um 200 km á fullri hleðslu. Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent
Á bílasýningunni í Frankfurt árið 2011 kynnti Audi þessa útgáfu A2-bílsins, eingöngu drifinn áfram með rafmagni. Audi hafði þá uppi áform um að verða enginn eftirbátur annarra bílaframleiðenda í smíði rafbíla. Dræm sala á rafdrifnum bílum síðan þá hefur hinsvegar fengið fyrirtækið af þessum áformum og ekkert verður af smíði þessa bíls, sem keppa átti við BMW i3 og Mercedes Benz A-Class. Forsvarsmenn Audi létu hafa eftir sér að hönnun þessa bíls hafi verið ágætis verkfræðiæfing sem nýtist í framtíðinni, en lítil eftirspurn eftir rafmagnsbílum nú réttlæti hinsvegar ekki að þróuninni verði haldið áfram. Bíllinn átti að koma á markað árið 2014, bæði sem rafmagnsbíll og tvinnbíll. Hann var mjög léttur, eða ríflega 1.100 kg og mest smíðaður úr áli og koltrefjum. Hann var 114 hestöfl og átti að komast um 200 km á fullri hleðslu.
Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent