Frakkar kveiktu í 1.193 bílum á gamlárskvöld 4. janúar 2013 09:19 Einn þeirra bíla sem varð fyrir barðinu á frönskum brennuvörgum á gamlárskvöld Íslendingar kveikja í brennum á gamlárskvöld en Frakkar kveikja í æ fleiri bílum við sama tækifæri.Íslendingar kveikja í brennum á gamlárskvöld en Frakkar kveikja í æ fleiri bílum við sama tækifæri. Mjög margir bílar hafa orðið fyrir barðinu á brennuvörgum síðustu tvö gamlárskvöld, en örlítið færri bílar voru brenndir ári fyrr, eða 1.147. Þeir voru hinsvegar "aðeins" um 400 árin 2007 og 2008, en tölur um brennda bíla voru ekki birtar næstu tvö ár. Líkleg ástæða þess er talin sú að þáverandi stjórnvöld töldu brunana vera mótmæli og fjöldi þeirra væri ekki heppilegur til birtingar. Engu að síður liggja þessar tölur fyrir frá síðustu tveimur áramótum og litlu máli virðist skipta hver er við stjórnvölinn, Nicolas Sarkozy fyrir ári eða Francois Hollande nú. Mjög er deilt á birtingu þessara talna um bílabruna og er talið að þær hvetji til enn fleiri bruna við næstu áramót og espi hugsanlega hin ýmsu gengi til keppni í bílabruna. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent
Íslendingar kveikja í brennum á gamlárskvöld en Frakkar kveikja í æ fleiri bílum við sama tækifæri.Íslendingar kveikja í brennum á gamlárskvöld en Frakkar kveikja í æ fleiri bílum við sama tækifæri. Mjög margir bílar hafa orðið fyrir barðinu á brennuvörgum síðustu tvö gamlárskvöld, en örlítið færri bílar voru brenndir ári fyrr, eða 1.147. Þeir voru hinsvegar "aðeins" um 400 árin 2007 og 2008, en tölur um brennda bíla voru ekki birtar næstu tvö ár. Líkleg ástæða þess er talin sú að þáverandi stjórnvöld töldu brunana vera mótmæli og fjöldi þeirra væri ekki heppilegur til birtingar. Engu að síður liggja þessar tölur fyrir frá síðustu tveimur áramótum og litlu máli virðist skipta hver er við stjórnvölinn, Nicolas Sarkozy fyrir ári eða Francois Hollande nú. Mjög er deilt á birtingu þessara talna um bílabruna og er talið að þær hvetji til enn fleiri bruna við næstu áramót og espi hugsanlega hin ýmsu gengi til keppni í bílabruna.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent