Viðskipti erlent

Verðmet: Túnfiskur seldur fyrir 233 milljónir

Verðmet fyrir túnfisk var sett á uppboði í Japan í gærkvöld. Þar var 222 kílóa þungur bláuggatúnfiskur seldur fyrir um 233 milljónir króna eða rúmlega milljón krónur á kílóið.

Fyrra verðmet fyrir einstakan fisk af þessari tegund var nærri þrefalt lægra en sá túnfiskur var seldur í fyrra.

Það var forstjórinn fyrir hina vinsælu sushistaði Sushi-Zanmai sem keypti fiskinn en hann var boðinn upp á Tsukiji fiskmarkaðinum. Ef túnfiskur þessi yrði seldur á réttu verði myndi sushibitinn af honum kosta um 50.000 krónur.

Forstjóri Sushi-Zanmai segir hinsvegar að sushi úr þessum tínfisk verði selt á hóflegu verði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×