Newey: Við erum á eftir áætlun Birgir Þór Harðarson skrifar 6. janúar 2013 06:00 Newey segir Red Bull vera eftir áætlun hvað varðar hönnun og smíði RB9, keppnisbílsins fyrir árið 2013. nordicphotos/afp Nú þegar keppnisliðin í Formúlu 1 keppast við að leggja lokahönd á keppnisbíla sína fyrir næsta tímabil eru heimsmeistarar Red Bull í vandræðum, að sögn Adrian Newey, aðalhönnuðar og tæknistjóra liðsins. "Við vorum að uppfæra 2012-bílinn (RB8) alveg þar til í næst síðustu keppninni," sagði Newey. "Það þýðir að í stað þess að byrja á nýja bílnum strax í haust, eins og venja er, þá var veturinn alltaf að fara að verða mjög annasamur." "Við fórnuðum áætlunum okkar fyrir RB9-bílinn fyrir þessar síðbúnu uppfærslur. Það var auðvitað það rétta í stöðunni en nú erum við í eltingaleik við hin liðin." Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær hulunni verður svipt af nýja bílnum en fyrstu æfingar ársins hefjast á Jerez-brautinni á Spáni í byrjun febrúar. Red Bull gæti hugsanlega misst af þeim mikilvægu prófunum. Red Bull-liðið hefur verið fararbroddi hvað tækninýjungar og tækniútfærslur varðar síðastliðin ár en breyting gæti orðið á þessu í ár. Ferrari í góðum málumÁ meðan Red Bull-liðið er í vandræðum er Ferrari-stjórinn Stefano Domenicali viss um að Ferrari-liðið sé í góðum málum. Ferrari hóf síðustu vertíð í vandræðum en bíll síðasta árs reyndist í upphafi ekki á pari við væntingar og keppinauta. "Það sem gerðist í Jerez í fyrra mun ekki koma fyrir í ár," sagði Domenicali. "Fyrstu mótin á næstu vertíð munu setja tóninn fyrir allt tímabilið því liðin munu ekki vinna eins lengi að keppnisbílum ársins 2013 eins og þeir gerðu árið 2012." Domenicali bendir þar á nýjar tæknireglur sem verða innleiddar árið 2014 en þær hafa í för með sér minna vélarrúm, túrbínur og breyttan ramma sem hanna má bílana innan. "Liðin munu byrja að einbeita sér að 2014 ekki seinna en í júlí svo það verður mikilvægt að hafa sterkan bíl í upphafi." Ferrari-liðið hefur heldur ekki ákveðið hvenær nýr Ferrari-bíll verður kynntur en sérfræðingar gera ráð fyrir að liðið taki þátt í fyrstu æfingunum á Jerez.Domenicali er viss um að komandi ár verði gott í annálum Ferrari-liðsins.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Nú þegar keppnisliðin í Formúlu 1 keppast við að leggja lokahönd á keppnisbíla sína fyrir næsta tímabil eru heimsmeistarar Red Bull í vandræðum, að sögn Adrian Newey, aðalhönnuðar og tæknistjóra liðsins. "Við vorum að uppfæra 2012-bílinn (RB8) alveg þar til í næst síðustu keppninni," sagði Newey. "Það þýðir að í stað þess að byrja á nýja bílnum strax í haust, eins og venja er, þá var veturinn alltaf að fara að verða mjög annasamur." "Við fórnuðum áætlunum okkar fyrir RB9-bílinn fyrir þessar síðbúnu uppfærslur. Það var auðvitað það rétta í stöðunni en nú erum við í eltingaleik við hin liðin." Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær hulunni verður svipt af nýja bílnum en fyrstu æfingar ársins hefjast á Jerez-brautinni á Spáni í byrjun febrúar. Red Bull gæti hugsanlega misst af þeim mikilvægu prófunum. Red Bull-liðið hefur verið fararbroddi hvað tækninýjungar og tækniútfærslur varðar síðastliðin ár en breyting gæti orðið á þessu í ár. Ferrari í góðum málumÁ meðan Red Bull-liðið er í vandræðum er Ferrari-stjórinn Stefano Domenicali viss um að Ferrari-liðið sé í góðum málum. Ferrari hóf síðustu vertíð í vandræðum en bíll síðasta árs reyndist í upphafi ekki á pari við væntingar og keppinauta. "Það sem gerðist í Jerez í fyrra mun ekki koma fyrir í ár," sagði Domenicali. "Fyrstu mótin á næstu vertíð munu setja tóninn fyrir allt tímabilið því liðin munu ekki vinna eins lengi að keppnisbílum ársins 2013 eins og þeir gerðu árið 2012." Domenicali bendir þar á nýjar tæknireglur sem verða innleiddar árið 2014 en þær hafa í för með sér minna vélarrúm, túrbínur og breyttan ramma sem hanna má bílana innan. "Liðin munu byrja að einbeita sér að 2014 ekki seinna en í júlí svo það verður mikilvægt að hafa sterkan bíl í upphafi." Ferrari-liðið hefur heldur ekki ákveðið hvenær nýr Ferrari-bíll verður kynntur en sérfræðingar gera ráð fyrir að liðið taki þátt í fyrstu æfingunum á Jerez.Domenicali er viss um að komandi ár verði gott í annálum Ferrari-liðsins.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira