Þriggja strokka BMW 8. janúar 2013 11:31 Þriggja strokka vélin mun fyrst sjást í BMW 1-línunni Vélar flestra bílaframleiðenda fara smækkandi án þess að það bitni á aflinuÞýski bílaframleiðandinn BMW mun bráðlega kynna til leiks fyrstu þriggja strokka vél sína. Mun hún birtast fyrst í BMW 1-línunni. Var þessi vél kynnt fyrst í öðrum bíl BMW á bílasýningunni í París í fyrra, Concept Active Tourer tvinnbíl. Vélin smáa hefur 1,5 lítra sprengirými og styðst við forþjöppu. Þrátt fyrir smæð sína skilar þessi vél 175 hestöflum og hendir þessum smáa bíl í hundraðið á 7 sekúndum. Ekki slæmt fyrir þriggja strokka bíl. BMW áformar einnig að smíða 1,2 lítra þriggja strokka vél. Þessi nýja vél BMW hefur fengið framleiðslunafnið B38. Hún er ein af nýrri röð véla sem framleiddar eru undir merkjum Efficient Dynamics, en þar undir eru einnig fjögurra og sex strokka vélar sem notaðar verða í bíla með undirvagni gerða fyrir framhjóladrif og einnig í tvinnbíla sem hlaða má með heimilisrafmagni. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent
Vélar flestra bílaframleiðenda fara smækkandi án þess að það bitni á aflinuÞýski bílaframleiðandinn BMW mun bráðlega kynna til leiks fyrstu þriggja strokka vél sína. Mun hún birtast fyrst í BMW 1-línunni. Var þessi vél kynnt fyrst í öðrum bíl BMW á bílasýningunni í París í fyrra, Concept Active Tourer tvinnbíl. Vélin smáa hefur 1,5 lítra sprengirými og styðst við forþjöppu. Þrátt fyrir smæð sína skilar þessi vél 175 hestöflum og hendir þessum smáa bíl í hundraðið á 7 sekúndum. Ekki slæmt fyrir þriggja strokka bíl. BMW áformar einnig að smíða 1,2 lítra þriggja strokka vél. Þessi nýja vél BMW hefur fengið framleiðslunafnið B38. Hún er ein af nýrri röð véla sem framleiddar eru undir merkjum Efficient Dynamics, en þar undir eru einnig fjögurra og sex strokka vélar sem notaðar verða í bíla með undirvagni gerða fyrir framhjóladrif og einnig í tvinnbíla sem hlaða má með heimilisrafmagni.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent