Alonso of upptekinn af sálfræðstríðinu Birgir Þór Harðarson skrifar 8. janúar 2013 22:00 Alonso þarf að einbeita sér meira að akstrinum, segir Helmut Marko, ætli hann að vinna Vettel. nordicphotos/afp Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull í kappakstursmálum, segir Fernando Alonso hugsa hlutina of mikið og gera of mikið til þess að ná sálfræðilegu taki á keppinautinum. Þeir Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull, og Alonso, ökuþór Ferrari, háðu baráttu um heimsmeistaratitilinn í fyrra. Marko sagði við tímarit Red Bull að Alonso hefði látið truflast af orðaskaki utan brautarinnar og orðið upptekinn af því að svara til baka. Vettel, á hinn bóginn, hafi einbeitt sér eingöngu að akstrinum. „Vettel ók nánast óaðfinnanlega í fyrra. En hann er náttúrlega einstakur. Það er bara þannig," sagði Marko. „Eftir sumarfríið þá virðist hann alltaf ná miklu betri árangri en fyrir það." „Ég veit ekki hvernig hann gerir þetta en það er ómögulegt að það sé tilviljun. Þess vegna er vert að skoða hvernig hann undirbýr sig, hvernig hann einangrar sig algerlega frá heiminum og á því talsvert inni þegar orka hinna er að þrotum komin. Alonso, til dæmis, er alltof upptekin af stjórnmálunum og að koma með hnittin tilsvör." Marko segir Vettel aftur á mót ekki lesa neina miðla, hvorki á prenti eða á Netinu. Þannig nær hann að einbeita sér að verkefninu framundan. „Það er að gera bílinn fljótari og liðið eins gott og mögulegt er." Og Marko hélt áfram að blammera Ferrari-liðið og sagði að hefði Enzo Ferrari, stofnandi liðsins, enn verið stjórnvölinn væri ekki tekið létt á „dræmum" árangri liðsins undanfarin ár. „Ég held að Enzo Ferrari hefði verið mun kröfuharðari á liðið sitt eftir tapið gegn Vettel í fyrra, heldur en Alonso og Domenicali eru." „Svo mundi hann berja starfsmennina sína áfram þar til þeir myndu vinna okkur," sagði Marko sem ók í Formúlu 1 í tíð Enzo Ferrari. „En Alonso er bara of upptekinn af sálfræðistríðinu. Þegar hann til að mynda sagði: „Ég er í keppni við Hamilton, ekki Vettel," og „Adrian Newey er keppinautur minn." Við báðum Vettel einfaldlega að hunsa þetta allt."Vettel og Alonso sýndu báðir afburðaakstur síðasta sumar en Marko telur Vettel hafa beitt betri aðferð. Formúla Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira
Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull í kappakstursmálum, segir Fernando Alonso hugsa hlutina of mikið og gera of mikið til þess að ná sálfræðilegu taki á keppinautinum. Þeir Sebastian Vettel, ökuþór Red Bull, og Alonso, ökuþór Ferrari, háðu baráttu um heimsmeistaratitilinn í fyrra. Marko sagði við tímarit Red Bull að Alonso hefði látið truflast af orðaskaki utan brautarinnar og orðið upptekinn af því að svara til baka. Vettel, á hinn bóginn, hafi einbeitt sér eingöngu að akstrinum. „Vettel ók nánast óaðfinnanlega í fyrra. En hann er náttúrlega einstakur. Það er bara þannig," sagði Marko. „Eftir sumarfríið þá virðist hann alltaf ná miklu betri árangri en fyrir það." „Ég veit ekki hvernig hann gerir þetta en það er ómögulegt að það sé tilviljun. Þess vegna er vert að skoða hvernig hann undirbýr sig, hvernig hann einangrar sig algerlega frá heiminum og á því talsvert inni þegar orka hinna er að þrotum komin. Alonso, til dæmis, er alltof upptekin af stjórnmálunum og að koma með hnittin tilsvör." Marko segir Vettel aftur á mót ekki lesa neina miðla, hvorki á prenti eða á Netinu. Þannig nær hann að einbeita sér að verkefninu framundan. „Það er að gera bílinn fljótari og liðið eins gott og mögulegt er." Og Marko hélt áfram að blammera Ferrari-liðið og sagði að hefði Enzo Ferrari, stofnandi liðsins, enn verið stjórnvölinn væri ekki tekið létt á „dræmum" árangri liðsins undanfarin ár. „Ég held að Enzo Ferrari hefði verið mun kröfuharðari á liðið sitt eftir tapið gegn Vettel í fyrra, heldur en Alonso og Domenicali eru." „Svo mundi hann berja starfsmennina sína áfram þar til þeir myndu vinna okkur," sagði Marko sem ók í Formúlu 1 í tíð Enzo Ferrari. „En Alonso er bara of upptekinn af sálfræðistríðinu. Þegar hann til að mynda sagði: „Ég er í keppni við Hamilton, ekki Vettel," og „Adrian Newey er keppinautur minn." Við báðum Vettel einfaldlega að hunsa þetta allt."Vettel og Alonso sýndu báðir afburðaakstur síðasta sumar en Marko telur Vettel hafa beitt betri aðferð.
Formúla Mest lesið Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Sjá meira