Rannsakar tímann - og það þarf meira en stofudrama til 9. janúar 2013 13:21 Dansarar á æfingu. Stundarbrot er nýtt íslenskt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson og verður frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu næstkomandi fimmtudag. Um er að ræða nokkurskonar samspil vísinda, leikhúss og dans. Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, fór af stað með krafti, en útskriftarverkefni hans, Endurómun var tilnefnt til Grímunnar sama ár. Þá fékkst hann einnig við blandað leikhús þar sem dans og leikur komu við sögu. Áhorfendur mega því búast við framsæknu sviðslistaverki sem notar viðfangsefnið til þess að skapa ógleymanlega sjóræna upplifum fyrir áhorfendur.Leifur Þór vill sprengja upp upp skynjunina.„Í Stundarbroti er fjallað um tímann - hann er teygður, beygður og afmyndaður með aðferðum leikhússins þar til skynjunin er sprengd í loft upp og skilin eftir í tætlum," segir leikstjórinn Leifur Þór sem semur og leikstýrir verkinu. Lydia Grétarsdóttir semur tónlistina en dansarar í verkinu eru þær Ásrún Magnúsdóttir, Kara Hergils Valdimarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir. Viðfangsefni Stundarbrots er tíminn og er sýningin sprottin af þverfaglegri rannsóknarvinnu aðstandenda sýningarinnar á þessu flókna viðfangsefni. Í verkinu er tekist á við lúmska spurningu: Hvað er tíminn? „Vangaveltur um tímann geta reynst okkur flestum yfirþyrmandi umhugsunarefni því tíminn setur tilveru okkar í samhengi við eitthvað miklu stærra en við náum utan um," segir Leifur og bætir við að lokum: „Það þarf eitthvað annað en stofudrama til að fást við þetta heillandi hugtak." Eins og fyrr segir þá er leikritið frumsýnt annað kvöld í Borgarleikhúsinu. Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Stundarbrot er nýtt íslenskt verk eftir Leif Þór Þorvaldsson og verður frumsýnt á Nýja sviðinu í Borgarleikhúsinu næstkomandi fimmtudag. Um er að ræða nokkurskonar samspil vísinda, leikhúss og dans. Leifur, sem útskrifaðist úr Fræði og framkvæmd í Listaháskóla Íslands árið 2009, fór af stað með krafti, en útskriftarverkefni hans, Endurómun var tilnefnt til Grímunnar sama ár. Þá fékkst hann einnig við blandað leikhús þar sem dans og leikur komu við sögu. Áhorfendur mega því búast við framsæknu sviðslistaverki sem notar viðfangsefnið til þess að skapa ógleymanlega sjóræna upplifum fyrir áhorfendur.Leifur Þór vill sprengja upp upp skynjunina.„Í Stundarbroti er fjallað um tímann - hann er teygður, beygður og afmyndaður með aðferðum leikhússins þar til skynjunin er sprengd í loft upp og skilin eftir í tætlum," segir leikstjórinn Leifur Þór sem semur og leikstýrir verkinu. Lydia Grétarsdóttir semur tónlistina en dansarar í verkinu eru þær Ásrún Magnúsdóttir, Kara Hergils Valdimarsdóttir, Védís Kjartansdóttir og Þyrí Huld Árnadóttir. Viðfangsefni Stundarbrots er tíminn og er sýningin sprottin af þverfaglegri rannsóknarvinnu aðstandenda sýningarinnar á þessu flókna viðfangsefni. Í verkinu er tekist á við lúmska spurningu: Hvað er tíminn? „Vangaveltur um tímann geta reynst okkur flestum yfirþyrmandi umhugsunarefni því tíminn setur tilveru okkar í samhengi við eitthvað miklu stærra en við náum utan um," segir Leifur og bætir við að lokum: „Það þarf eitthvað annað en stofudrama til að fást við þetta heillandi hugtak." Eins og fyrr segir þá er leikritið frumsýnt annað kvöld í Borgarleikhúsinu.
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira