Endurfæðing Köngulóarmannsins Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 31. desember 2012 06:00 Sjöhundraðasta tölublað Köngulóarmannsins markar tímamót. „Ég er bara að frétta þetta núna, hjá þér,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson um endalok Köngulóarmannsins eins og við þekkjum hann. Nýjasta tölublað teiknimyndaseríunnar The Amazing Spider-Man, og jafnframt það sjöhundraðasta í röðinni, kom út á miðvikudag og segir frá dauða Köngulóarmannsins, en það er hinn illræmdi Doctor Octopus sem bindur enda á líf hans. Verknaðurinn veldur samviskubiti hjá þessum forna fjanda Lóa, og tekur hann sér því bólfestu í líkama hetjunnar, og heldur áfram þar sem frá var horfið í baráttunni gegn hinu illa. Gleraugnaglámurinn Peter Parker mun því ekki koma meira við sögu í þessum langlífa myndasögubálki, eða að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós. Hugleikur segir þetta reyndar hafa gerst áður en þá hafi það verið í eins konar hliðarveröld Marvel.Hugleikur Dagsson er fullviss um að Lói snúi aftur.„Þar dó Spider-Man og annar kom í hans stað. En það að óvinur hans verði hann sjálfur er afar spennandi. „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“-mantra persónunnar fær alveg nýja merkingu. Þann 9. janúar munu ævintýri hins nýja Köngulóarmanns hefjast, og verða nýju heftin gefin út undir nafninu The Superior Spider-Man, eða Hinn æðri Köngulóarmaður. Þessi sjokkerandi söguflétta hefur valdið usla meðal aðdáenda hetjunnar, en Hugleikur segist fullviss um að hetjan snúi aftur innan skamms. „Ef Spider-Man er dáinn þá mun hann rísa aftur fyrr en síðar. Það hafa ofurhetjur alltaf gert. Frægasta dæmið er Superman. Næstfrægasta dæmið er Jesús Kristur.“ Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Ég er bara að frétta þetta núna, hjá þér,“ segir listamaðurinn Hugleikur Dagsson um endalok Köngulóarmannsins eins og við þekkjum hann. Nýjasta tölublað teiknimyndaseríunnar The Amazing Spider-Man, og jafnframt það sjöhundraðasta í röðinni, kom út á miðvikudag og segir frá dauða Köngulóarmannsins, en það er hinn illræmdi Doctor Octopus sem bindur enda á líf hans. Verknaðurinn veldur samviskubiti hjá þessum forna fjanda Lóa, og tekur hann sér því bólfestu í líkama hetjunnar, og heldur áfram þar sem frá var horfið í baráttunni gegn hinu illa. Gleraugnaglámurinn Peter Parker mun því ekki koma meira við sögu í þessum langlífa myndasögubálki, eða að minnsta kosti þar til annað kemur í ljós. Hugleikur segir þetta reyndar hafa gerst áður en þá hafi það verið í eins konar hliðarveröld Marvel.Hugleikur Dagsson er fullviss um að Lói snúi aftur.„Þar dó Spider-Man og annar kom í hans stað. En það að óvinur hans verði hann sjálfur er afar spennandi. „Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð“-mantra persónunnar fær alveg nýja merkingu. Þann 9. janúar munu ævintýri hins nýja Köngulóarmanns hefjast, og verða nýju heftin gefin út undir nafninu The Superior Spider-Man, eða Hinn æðri Köngulóarmaður. Þessi sjokkerandi söguflétta hefur valdið usla meðal aðdáenda hetjunnar, en Hugleikur segist fullviss um að hetjan snúi aftur innan skamms. „Ef Spider-Man er dáinn þá mun hann rísa aftur fyrr en síðar. Það hafa ofurhetjur alltaf gert. Frægasta dæmið er Superman. Næstfrægasta dæmið er Jesús Kristur.“
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira