Þátturinn sem allir horfa á 29. desember 2012 08:00 Áramótaskaupið í Hálsaskógi Þetta er fyndnasta skaup sem ég hef gert," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins 2012. Gunnar hefur leikstýrt fjórum skaupum í röð og segir stressið í kringum þennan vinsæla skemmtiþátt minnka með hverju árinu. Hann tekur þó ekki í mál að upplýsa hvort Gangnam Style-atriði sé að finna í skaupinu, en miklar vangaveltur hafa verið um það undanfarið. Eins og svo margir á Gunnar sín uppáhalds áramótaskaup. „Spaugstofuskaupið frá 1985 er helvíti gott. Og skaupið þar á eftir líka. Ég held mikið upp á þessi tvö. Svo voru skaupin hans Óskars Jónassonar alveg frábær." Leikstjórinn geðþekki er ekki með neinar sérstakar venjur þegar kemur að sýningu skaupsins á gamlárskvöld. „Ég reyni bara að sýna þjónustulund við þá sem eru að horfa. Sæki konfekt og svona, svo þeir geti horft án þess að vera truflaðir." En hvað segja íslenskir spéfuglar um áramótaskaup fortíðar? „Besta skaup sem hefur verið gert er Áramótaskaupið 2006," segir Steindi Jr., en amma hans tók hvert einasta áramótaskaup upp á myndband og horfði Steindi á þau ítrekað á sínum yngri árum. „Skaupið 2006 var bara þrælfyndið og lokaatriðið, sem var tónlistaratriði með Þorsteini Guðmundssyni, var svo sturlað að maður skokkaði í partíið brosandi." „Skaupin 1984 og 1994 voru rosa fyndin. Ég man annars ekki neitt. Ég sé þetta einu sinni og svo rennur allt saman í graut," segir Helga Braga, en hún hefur ekki tölu á því hversu oft hún hefur leikið í Áramótaskaupinu. „Ég hef reyndar oft verið erlendis á áramótum og misst af skaupinu, en ef ég er á landinu horfi ég að sjálfsögðu alltaf." „Ég á erfitt með að velja uppáhaldsskaup, en atriðið sem mér þykir vænst um er atriðið þegar Magnús og Eyjólfur urðu til," segir Örn Árnason, en hann hefur komið að skaupinu með ýmsum hætti í fjöldamörg skipti. „Það var árið 1985, í fyrsta skaupinu sem við í Spaugstofunni gerðum." Oftast hefur það komið í hlut Arnar að leika Davíð Oddsson í skaupinu, og það er nær óhugsandi að ímynda sér annan leikara í hlutverkinu, en þó hefur það gerst nokkrum sinnum. „Laddi, Jóhann Sigurðarson og Magnús Ólafsson hafa allir tekið hann. Davíð finnst ég samt bestur," segir Örn hlæjandi og tekur undir með forsætisráðherranum fyrrverandi. „Þeir eru alveg skelfilegir." „Mitt uppáhald er skaupið 1985. Það er svo fjölbreytt og hratt og þarna eru þeir Spaugstofumenn alveg upp á sitt besta," segir Ari Eldjárn, en hann hefur verið meðhöfundur skaupsins í þrígang. „Þetta skaup var á fyrstu vídeóspólunni sem til var á heimilinu og því horfði ég mjög oft á þetta sem barn. Ég skildi auðvitað ekki pólitísku brandarana en það er eitthvað fyrir alla í þessu skaupi. Laddi er þarna líka og hann er alveg ótrúlega góður, Edda Heiðrún Backman, Tinna Gunnlaugs og fullt af liði. Þau eru svo ung og fersk þarna og að springa úr hugmyndum." Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Þetta er fyndnasta skaup sem ég hef gert," segir Gunnar Björn Guðmundsson, leikstjóri Áramótaskaupsins 2012. Gunnar hefur leikstýrt fjórum skaupum í röð og segir stressið í kringum þennan vinsæla skemmtiþátt minnka með hverju árinu. Hann tekur þó ekki í mál að upplýsa hvort Gangnam Style-atriði sé að finna í skaupinu, en miklar vangaveltur hafa verið um það undanfarið. Eins og svo margir á Gunnar sín uppáhalds áramótaskaup. „Spaugstofuskaupið frá 1985 er helvíti gott. Og skaupið þar á eftir líka. Ég held mikið upp á þessi tvö. Svo voru skaupin hans Óskars Jónassonar alveg frábær." Leikstjórinn geðþekki er ekki með neinar sérstakar venjur þegar kemur að sýningu skaupsins á gamlárskvöld. „Ég reyni bara að sýna þjónustulund við þá sem eru að horfa. Sæki konfekt og svona, svo þeir geti horft án þess að vera truflaðir." En hvað segja íslenskir spéfuglar um áramótaskaup fortíðar? „Besta skaup sem hefur verið gert er Áramótaskaupið 2006," segir Steindi Jr., en amma hans tók hvert einasta áramótaskaup upp á myndband og horfði Steindi á þau ítrekað á sínum yngri árum. „Skaupið 2006 var bara þrælfyndið og lokaatriðið, sem var tónlistaratriði með Þorsteini Guðmundssyni, var svo sturlað að maður skokkaði í partíið brosandi." „Skaupin 1984 og 1994 voru rosa fyndin. Ég man annars ekki neitt. Ég sé þetta einu sinni og svo rennur allt saman í graut," segir Helga Braga, en hún hefur ekki tölu á því hversu oft hún hefur leikið í Áramótaskaupinu. „Ég hef reyndar oft verið erlendis á áramótum og misst af skaupinu, en ef ég er á landinu horfi ég að sjálfsögðu alltaf." „Ég á erfitt með að velja uppáhaldsskaup, en atriðið sem mér þykir vænst um er atriðið þegar Magnús og Eyjólfur urðu til," segir Örn Árnason, en hann hefur komið að skaupinu með ýmsum hætti í fjöldamörg skipti. „Það var árið 1985, í fyrsta skaupinu sem við í Spaugstofunni gerðum." Oftast hefur það komið í hlut Arnar að leika Davíð Oddsson í skaupinu, og það er nær óhugsandi að ímynda sér annan leikara í hlutverkinu, en þó hefur það gerst nokkrum sinnum. „Laddi, Jóhann Sigurðarson og Magnús Ólafsson hafa allir tekið hann. Davíð finnst ég samt bestur," segir Örn hlæjandi og tekur undir með forsætisráðherranum fyrrverandi. „Þeir eru alveg skelfilegir." „Mitt uppáhald er skaupið 1985. Það er svo fjölbreytt og hratt og þarna eru þeir Spaugstofumenn alveg upp á sitt besta," segir Ari Eldjárn, en hann hefur verið meðhöfundur skaupsins í þrígang. „Þetta skaup var á fyrstu vídeóspólunni sem til var á heimilinu og því horfði ég mjög oft á þetta sem barn. Ég skildi auðvitað ekki pólitísku brandarana en það er eitthvað fyrir alla í þessu skaupi. Laddi er þarna líka og hann er alveg ótrúlega góður, Edda Heiðrún Backman, Tinna Gunnlaugs og fullt af liði. Þau eru svo ung og fersk þarna og að springa úr hugmyndum."
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira