Ótrúleg og sönn saga 20. desember 2012 06:00 Átakasaga The Impossible segir frá fjölskyldu sem berst fyrir lífi sínu er hún lendir í miðri flóðbylgjunni sem átti sér stað við Indlandshaf árið 2004. Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum árið 2004 þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru. Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á gríðarlegum hraða og sökkti um leið hundruðum skipa og upprætti heilu þorpin. Kvikmyndin The Impossible segir sögu fjölskyldu sem lifði af náttúruhamfarirnar. Hjónin Henry og Maria eru stödd á Taílandi ásamt sonum sínum þremur, Simon, Thomas og Lucas, þegar flóðbylgjan skellur skyndilega á að morgni hins 26. desember. Mikil skelfing grípur þá sem fyrir henni verða og berst fólk fyrir lífi sínu á meðan straumurinn rífur með sér allt sem fyrir verður. Þegar látunum linnir hefur fjölskyldunni, líkt og svo mörgum öðrum fjölskyldum, verið sundrað og leita þau nú leiða til að finna hvert annað aftur. Spænski leikstjórinn Juan Antonio Bayona leikstýrir þessari magnþrungnu mynd og lagði hann mikla áherslu á að endurskapa atburðarásina á sem nákvæmasta hátt. Tökur áttu sér stað á stöðum sem urðu hvað harðast úti eftir hamfarirnar og raunverulegir eftirlifendur koma einnig fram í myndinni. Handritið er skrifað af Sergio G. Sánchez, en hann og Bayona unnu einnig saman að gerð hrollvekjunnar El orfanato frá árinu 2007. Naomi Watts og Ewan McGregor fara með hlutverk Mariu og Henry og með hlutverk drengjanna þriggja fara Tom Holland, Samuel Joslin og Oaklee Pendergast. Með önnur hlutverk fara Geraldine Chaplin, Marta Etura og Simon Blyberg. The Impossible hefur víðast hvar hlotið góða dóma. Vefsíðan Rottentomatoes.com gefur henni 83 prósent og áhorfendur gefa henni 96 prósent. Gagnrýnendum eru sammála um að myndin sé sjónrænt meistaraverk og að leikur Naomi Watts og Ewan McGregor glæði myndina enn frekari dýpt. Sumum þykir tilfinningasemin á köflum helst til of mikil og að raunaleg píanólög auki enn frekar á væmnina. Gagnrýnandi The Guardian segir meðal annars að endir The Impossible væri fráleitur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Tugir þúsunda manna fórust annan í jólum árið 2004 þegar allt að tíu metra há flóðbylgja skall á ströndum margra landa við Indlandshaf eftir jarðskjálfta sem átti upptök sín í sjónum vestur af Súmötru. Flóðbylgjan æddi yfir Indlandshaf á gríðarlegum hraða og sökkti um leið hundruðum skipa og upprætti heilu þorpin. Kvikmyndin The Impossible segir sögu fjölskyldu sem lifði af náttúruhamfarirnar. Hjónin Henry og Maria eru stödd á Taílandi ásamt sonum sínum þremur, Simon, Thomas og Lucas, þegar flóðbylgjan skellur skyndilega á að morgni hins 26. desember. Mikil skelfing grípur þá sem fyrir henni verða og berst fólk fyrir lífi sínu á meðan straumurinn rífur með sér allt sem fyrir verður. Þegar látunum linnir hefur fjölskyldunni, líkt og svo mörgum öðrum fjölskyldum, verið sundrað og leita þau nú leiða til að finna hvert annað aftur. Spænski leikstjórinn Juan Antonio Bayona leikstýrir þessari magnþrungnu mynd og lagði hann mikla áherslu á að endurskapa atburðarásina á sem nákvæmasta hátt. Tökur áttu sér stað á stöðum sem urðu hvað harðast úti eftir hamfarirnar og raunverulegir eftirlifendur koma einnig fram í myndinni. Handritið er skrifað af Sergio G. Sánchez, en hann og Bayona unnu einnig saman að gerð hrollvekjunnar El orfanato frá árinu 2007. Naomi Watts og Ewan McGregor fara með hlutverk Mariu og Henry og með hlutverk drengjanna þriggja fara Tom Holland, Samuel Joslin og Oaklee Pendergast. Með önnur hlutverk fara Geraldine Chaplin, Marta Etura og Simon Blyberg. The Impossible hefur víðast hvar hlotið góða dóma. Vefsíðan Rottentomatoes.com gefur henni 83 prósent og áhorfendur gefa henni 96 prósent. Gagnrýnendum eru sammála um að myndin sé sjónrænt meistaraverk og að leikur Naomi Watts og Ewan McGregor glæði myndina enn frekari dýpt. Sumum þykir tilfinningasemin á köflum helst til of mikil og að raunaleg píanólög auki enn frekar á væmnina. Gagnrýnandi The Guardian segir meðal annars að endir The Impossible væri fráleitur ef ekki væri fyrir þá staðreynd að myndin er byggð á sönnum atburðum.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira