Lífið

Hakkari dæmdur í 10 ára fangelsi

Braust inn Maðurinn braust inn í pósthólf Scarlett Johansson og Milu Kunis.
Braust inn Maðurinn braust inn í pósthólf Scarlett Johansson og Milu Kunis. AFP/NordicPhotos
Maður sem hakkaði sig inn í tölvupósthólf leikkonunnar Scarlett Johansson hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi.

Hinn 33 ára Christopher Chaney hakkaði sig inn í um fimmtíu tölvupósthólf, þar á meðal hjá leikkonunum Milu Kunis og Renee Olstead og söngkonunni Christina Aguilera. Hann dreifði nektarmyndum af Johansson og Olstead á netinu og olli uppátækið miklu fjaðrafoki. Stundum giskaði hann á lykilorðin í pósthólfunum og notaði oft nöfnin á gæludýrum þeirra sem hann njósnaði um.

Chaney fylgdist einnig með pósthólfum framleiðenda í Hollywood og fylgdist náið með skilnaði Johansson og Ryan Reynolds í gegnum netfangið hennar. Hann var einnig dæmdur til að greiða um 66 þúsund dollara í skaðabætur, eða rúmar átta milljónir í króna.

Í viðtalið við tímaritið GQ montaði hann sig af athæfi sínu og sagði: „Ég vil ekki líkja þessu við að skora snertimark en ég fékk mikið út úr þessu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.