Lífið

Hér til að slaka á

Slæpist í sundi
Noski leikarinn Terje Skonseng Naudeer hefur haft það náðugt á Íslandi.
Fréttablaðið/Vilhelm
Slæpist í sundi Noski leikarinn Terje Skonseng Naudeer hefur haft það náðugt á Íslandi. Fréttablaðið/Vilhelm
„Ég er hér til þess að heimsækja vini," segir norski leikarinn Terje Skonseng Naudeer, en hann ákvað að skella sér í vetrarfrí til Íslands.

Terje hefur verið tíður gestur á skjám landsmanna í sjónvarpsþáttunum Himmelblå, en þar leikur hann smábátaveiðimanninn Roland.

„Ég lærði leiklist í ArtsEd-skólanum í London, og í mínum árgangi voru heilir sex Íslendingar," segir Terje, en hann heldur í vinskap sinn við þá og er þetta önnur heimsókn hans til landsins. „Árið 2004 kom ég í svona týpíska túristaheimsókn. Fór í Bláa lónið, sá Gullfoss og Geysi og allt það. Núna kom ég bara til þess að slaka á."

Terje gistir á hóteli í miðbæ Reykjavíkur og nýtur þess að rölta um borgina. „Ég hef verið svolítið í sundlaugunum, en svo kann ég líka vel við að labba bara um, fá mér kaffibolla og lesa bók," bætir hann við, en hann á tvo daga eftir af dvöl sinni.

„Ég fer héðan á fimmtudaginn, en þangað til ætla ég að slæpast sem mest. Mig langar að skoða listagallerí, sjá Hörpu og sitthvað fleira," segir þessi geðþekki leikari, rétt áður en hann skýst inn á kaffihús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.