Fiskur í mötuneytinu á mánudögum Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 14. desember 2012 06:00 Í hagfræðinni í háskólanum var mér kennt að almennt væri talið skynsamlegt að beita sveiflujöfnun við hagstjórn. Samkvæmt fræðunum á hið opinbera að stíga á bensíngjöfina þegar hægist um í efnahagslífinu en fjarlægja bolluna þegar partíið er almennilega komið í gang. Hugmyndin er sú að stöðugleiki sé æskilegri en sveiflur. Mér finnst þetta góð pæling og hef stundum velt fyrir mér hvort hún sé yfirfæranleg á fleiri svið mannlífsins. Tökum dæmi. Ef ég byggi til lista yfir hundrað eftirminnilegustu daga ævi minnar væru þar færri mánudagar en föstudagar. Fyrir vikið fær maður það ósjálfrátt á tilfinninguna að veröldin sé einhvern veginn fegurri um helgar en örlítið þunglamalegri í upphafi vikunnar. Flestir sem ég þekki gera betur við sig um helgar en á virkum dögum. Fólk borðar óhollari mat (nammidagar), er líklegra til að lyfta sér upp (sem hefur reyndar sennilega mest með fríið að gera) og er líklegra til að hitta vini og vandamenn eða leyfa sér algjöra slökun. Á mánudögum er lífsstíllinn aftur á móti meinlætalegri. Það er óalgengt að fólk lyfti sér upp snemma vikunnar (sæll mánudagsklúbbur Priksins) og þá er alltaf fiskur í mötuneytinu á mánudögum! Þessi hegðun ýkir hefðbundnar sveiflur daganna. Mánudagar verða enn þunglamalegri og helgarnar enn skemmtilegri. Ég hef efasemdir um að þetta sé skynsamlegasta leiðin til að dreifa "góðu hlutunum". Af hverju? Jú, vegna þess að máttur "góðu hlutanna" er meiri á óhressu dögunum og máttur þeirra "slæmu" minni á hressu dögunum. Á frábærum degi muntu ekki gera stórmál úr því þegar dekkið á bílnum springur og hvenær er notaleg kvöldstund með ástvinum betri en að loknum erfiðum vinnudegi? Því má velta fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að beita sveiflujöfnun í daglegu lífi; njóta góðu hlutanna í upphafi vinnuvikunnar en lifa meinlætalegra lífi um helgar. Nú kann einhver að segja að andi mannlífsins sé léttari um helgar einmitt vegna þess að þá gerir fólk betur við sig. Það kann að vera rétt þótt fríið spili líka inn í. Ég hef hins vegar þá kenningu að jafnvel þótt daglegri sveiflujöfnun sé beitt sé tilfinningin fyrir ólíkum hressleika daga svo rótgróin að hún haldist óbreytt. Stóra áhyggjuefnið er fremur að maður detti úr takti við annað fólk. Á laugardegi: "Hey Maggi, kemurðu ekki í partíið í kvöld?" – "Nei, því miður, ég kláraði djammkvótann á þriðjudag…" Þetta er reyndar svo stórt áhyggjuefni að það eiginlega eyðileggur hugleiðinguna. En þetta er tilraunar virði, jafnvel þótt eina uppskeran verði að vera laus við ýsuna í hádeginu á mánudögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun
Í hagfræðinni í háskólanum var mér kennt að almennt væri talið skynsamlegt að beita sveiflujöfnun við hagstjórn. Samkvæmt fræðunum á hið opinbera að stíga á bensíngjöfina þegar hægist um í efnahagslífinu en fjarlægja bolluna þegar partíið er almennilega komið í gang. Hugmyndin er sú að stöðugleiki sé æskilegri en sveiflur. Mér finnst þetta góð pæling og hef stundum velt fyrir mér hvort hún sé yfirfæranleg á fleiri svið mannlífsins. Tökum dæmi. Ef ég byggi til lista yfir hundrað eftirminnilegustu daga ævi minnar væru þar færri mánudagar en föstudagar. Fyrir vikið fær maður það ósjálfrátt á tilfinninguna að veröldin sé einhvern veginn fegurri um helgar en örlítið þunglamalegri í upphafi vikunnar. Flestir sem ég þekki gera betur við sig um helgar en á virkum dögum. Fólk borðar óhollari mat (nammidagar), er líklegra til að lyfta sér upp (sem hefur reyndar sennilega mest með fríið að gera) og er líklegra til að hitta vini og vandamenn eða leyfa sér algjöra slökun. Á mánudögum er lífsstíllinn aftur á móti meinlætalegri. Það er óalgengt að fólk lyfti sér upp snemma vikunnar (sæll mánudagsklúbbur Priksins) og þá er alltaf fiskur í mötuneytinu á mánudögum! Þessi hegðun ýkir hefðbundnar sveiflur daganna. Mánudagar verða enn þunglamalegri og helgarnar enn skemmtilegri. Ég hef efasemdir um að þetta sé skynsamlegasta leiðin til að dreifa "góðu hlutunum". Af hverju? Jú, vegna þess að máttur "góðu hlutanna" er meiri á óhressu dögunum og máttur þeirra "slæmu" minni á hressu dögunum. Á frábærum degi muntu ekki gera stórmál úr því þegar dekkið á bílnum springur og hvenær er notaleg kvöldstund með ástvinum betri en að loknum erfiðum vinnudegi? Því má velta fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegt að beita sveiflujöfnun í daglegu lífi; njóta góðu hlutanna í upphafi vinnuvikunnar en lifa meinlætalegra lífi um helgar. Nú kann einhver að segja að andi mannlífsins sé léttari um helgar einmitt vegna þess að þá gerir fólk betur við sig. Það kann að vera rétt þótt fríið spili líka inn í. Ég hef hins vegar þá kenningu að jafnvel þótt daglegri sveiflujöfnun sé beitt sé tilfinningin fyrir ólíkum hressleika daga svo rótgróin að hún haldist óbreytt. Stóra áhyggjuefnið er fremur að maður detti úr takti við annað fólk. Á laugardegi: "Hey Maggi, kemurðu ekki í partíið í kvöld?" – "Nei, því miður, ég kláraði djammkvótann á þriðjudag…" Þetta er reyndar svo stórt áhyggjuefni að það eiginlega eyðileggur hugleiðinguna. En þetta er tilraunar virði, jafnvel þótt eina uppskeran verði að vera laus við ýsuna í hádeginu á mánudögum.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun