Tapið af tollunum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. desember 2012 06:00 viðskiptaráð Íslands hefur gefið út merkilega skýrslu, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar eru birtar upplýsingar og útreikningar sem benda eindregið til að stjórnmálamenn skorti með öllu heildarsýn á kerfi neyzluskatta hér á landi. Kerfið er óhemjuflókið, dýrt og fjandsamlegt neytendum. Þannig eru tvö virðisaukaskattþrep og 364 tollflokkar. Hlutfall hærra þreps virðisaukaskattsins er með því hæsta sem þekkist en hins vegar eru líka ýmsar vörur og þjónusta sem bera engan virðisaukaskatt. Tollarnir eru hér um bil þrefalt hærri en að meðaltali í hinum norrænu ríkjunum og Bretlandi. Vörugjöld hafa víðast í nágrannalöndunum verið lögð af en hér á landi eru þau há, tilviljanakennd og mismuna vöruflokkum án þess að nokkur maður virðist vita hvernig sú mismunun var hugsuð. Viðskiptaráð bendir á svokallað velferðartap vegna hárra tolla og vörugjalda. Það felst í því að vegna hás vöruverðs, sem álögurnar ýta undir, kaupa færri en ella viðkomandi vöru og verða þar af leiðandi af því notagildi sem hún býður upp á. Þetta þýðir jafnframt að skattstofn ríkisins minnkar og viðkomandi vara skilar minna í ríkiskassann en hún gæti gert ef skattlagningin væri hóflegri og fleiri keyptu hana. VÍ tekur sem dæmi ýmis heimilis- og raftæki, sem bera oft 7,5% toll, 20-25% vörugjald og svo 25,5% virðisaukaskatt, sem þýðir að heildarskatturinn nemur 62-69%. Útreikningar ráðsins benda til að skattheimta ríkisins afli um fimm milljarða króna af þessum vöruflokki en um 11 milljarðar tapist. Með öðrum orðum „orsaka tollar og vörugjöld svo háa skattlagningu að þau eyðileggja meiri verðmæti en þau afla". Viðskiptaráð leggur til að tollar og vörugjöld sem ekki er ætlað að draga úr samfélagslegum kostnaði af viðkomandi vöru (eins og á áfengi, tóbak og eldsneyti) verði einfaldlega afnumin. Jafnframt verði undanþágur frá greiðslu virðisaukaskatts afnumdar á einhverju tímabili, á einhverju tímabili, og skatthlutfallið bæði samræmt og lækkað. VÍ reiknar út að jafnvel þótt almennt þrep virðisaukaskatts yrði 20% myndu þessar breytingar þýða að ríkissjóður kæmi út á sléttu. Þær myndu jafnframt stuðla að því að opna hagkerfið fyrir alþjóðaviðskiptum, bæta kjör neytenda og efla samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja. VÍ svarar þeirri röksemd, sem oft er sett fram gegn samræmingu virðisaukaskattsþrepanna, að það að hafa mat og aðrar lífsnauðsynjar í lægra þrepi, sé tekjulágum fjölskyldum í hag. Ráðið vitnar til kannana hér á landi sem sýna að tekjulágir verja álíka háu hlutfalli tekna sinna í mat og tekjuháir. „Þvert á móti gefur lægri skattlagning matvæla þeim efnameiri meiri skattaafslátt í krónum talið, þar sem sá hópur eyðir hærri upphæðum í matvörur," segir í skýrslunni. Þar er jafnframt sett fram það skynsamlega sjónarmið að sé vilji til þess að styðja ákveðna hópa, til dæmis tekjulága eða landsbyggðina, sé nær að gera það með gegnsæjum hætti í gegnum fjárframlög frá skattgreiðendum en með því að fela stuðninginn með fikti í skattkerfinu. Það er full ástæða til þess fyrir stjórnmálamenn að hætta að reyna að kroppa krónur af neytendum með tollum, gjöldum og sköttum hér og þar og horfa þess í stað á heildarmyndina; hvernig hægt sé að búa til heilbrigðan tekjustraum með einfaldri og sanngjarnri skattlagningu. Tillögur Viðskiptaráðs eru að minnsta kosti vel þess virði að þær séu skoðaðar í alvöru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
viðskiptaráð Íslands hefur gefið út merkilega skýrslu, sem Fréttablaðið sagði frá í gær. Þar eru birtar upplýsingar og útreikningar sem benda eindregið til að stjórnmálamenn skorti með öllu heildarsýn á kerfi neyzluskatta hér á landi. Kerfið er óhemjuflókið, dýrt og fjandsamlegt neytendum. Þannig eru tvö virðisaukaskattþrep og 364 tollflokkar. Hlutfall hærra þreps virðisaukaskattsins er með því hæsta sem þekkist en hins vegar eru líka ýmsar vörur og þjónusta sem bera engan virðisaukaskatt. Tollarnir eru hér um bil þrefalt hærri en að meðaltali í hinum norrænu ríkjunum og Bretlandi. Vörugjöld hafa víðast í nágrannalöndunum verið lögð af en hér á landi eru þau há, tilviljanakennd og mismuna vöruflokkum án þess að nokkur maður virðist vita hvernig sú mismunun var hugsuð. Viðskiptaráð bendir á svokallað velferðartap vegna hárra tolla og vörugjalda. Það felst í því að vegna hás vöruverðs, sem álögurnar ýta undir, kaupa færri en ella viðkomandi vöru og verða þar af leiðandi af því notagildi sem hún býður upp á. Þetta þýðir jafnframt að skattstofn ríkisins minnkar og viðkomandi vara skilar minna í ríkiskassann en hún gæti gert ef skattlagningin væri hóflegri og fleiri keyptu hana. VÍ tekur sem dæmi ýmis heimilis- og raftæki, sem bera oft 7,5% toll, 20-25% vörugjald og svo 25,5% virðisaukaskatt, sem þýðir að heildarskatturinn nemur 62-69%. Útreikningar ráðsins benda til að skattheimta ríkisins afli um fimm milljarða króna af þessum vöruflokki en um 11 milljarðar tapist. Með öðrum orðum „orsaka tollar og vörugjöld svo háa skattlagningu að þau eyðileggja meiri verðmæti en þau afla". Viðskiptaráð leggur til að tollar og vörugjöld sem ekki er ætlað að draga úr samfélagslegum kostnaði af viðkomandi vöru (eins og á áfengi, tóbak og eldsneyti) verði einfaldlega afnumin. Jafnframt verði undanþágur frá greiðslu virðisaukaskatts afnumdar á einhverju tímabili, á einhverju tímabili, og skatthlutfallið bæði samræmt og lækkað. VÍ reiknar út að jafnvel þótt almennt þrep virðisaukaskatts yrði 20% myndu þessar breytingar þýða að ríkissjóður kæmi út á sléttu. Þær myndu jafnframt stuðla að því að opna hagkerfið fyrir alþjóðaviðskiptum, bæta kjör neytenda og efla samkeppnishæfni íslenzkra fyrirtækja. VÍ svarar þeirri röksemd, sem oft er sett fram gegn samræmingu virðisaukaskattsþrepanna, að það að hafa mat og aðrar lífsnauðsynjar í lægra þrepi, sé tekjulágum fjölskyldum í hag. Ráðið vitnar til kannana hér á landi sem sýna að tekjulágir verja álíka háu hlutfalli tekna sinna í mat og tekjuháir. „Þvert á móti gefur lægri skattlagning matvæla þeim efnameiri meiri skattaafslátt í krónum talið, þar sem sá hópur eyðir hærri upphæðum í matvörur," segir í skýrslunni. Þar er jafnframt sett fram það skynsamlega sjónarmið að sé vilji til þess að styðja ákveðna hópa, til dæmis tekjulága eða landsbyggðina, sé nær að gera það með gegnsæjum hætti í gegnum fjárframlög frá skattgreiðendum en með því að fela stuðninginn með fikti í skattkerfinu. Það er full ástæða til þess fyrir stjórnmálamenn að hætta að reyna að kroppa krónur af neytendum með tollum, gjöldum og sköttum hér og þar og horfa þess í stað á heildarmyndina; hvernig hægt sé að búa til heilbrigðan tekjustraum með einfaldri og sanngjarnri skattlagningu. Tillögur Viðskiptaráðs eru að minnsta kosti vel þess virði að þær séu skoðaðar í alvöru.