Semur tónlist fyrir tvær breskar kvikmyndir 14. desember 2012 11:00 Þrátt fyrir að vera nýfluttur aftur heim á Frón eftir sex ár í Bretlandi ferðast Biggi samt mikið utan til að vinna. Hann reynir þó að koma með verkefni með sér hingað heim líka. Tónlistamaðurinn Biggi Hilmars blandar saman ólíkum hljóðfærum í sínu stæsta verkefni hingað til. „Ég hef áður gert tónlistina fyrir tvær kvikmyndir í fullri lengd en þessar eru tvímælalaust stærri,“ segir tónlistamaðurinn Biggi Hilmars. Biggi er staddur í Glasgow þessa dagana að semja tónlist við bresku kvikmyndina My Brother The Ark Raider ásamt félaga sínum Scott Twynholm. „Við Scott erum búnir að sitja við síðustu þrjá daga að leika okkur og spinna af fingrum fram. Við erum að blanda saman alls kyns ólíkum hljóðfærum og þannig að reyna að túlka þær blendnu en sterku tilfinningar sem eru í myndinni,“ segir Biggi og nefnir sem dæmi að þeir hafi dregið fram hörpu, banjó, gítar og píanó. Nýlega lauk Biggi við að semja tónlist fyrir aðra mynd, Brash Young Turks, sem er hans stærsta mynd hingað til og leikstýrt af bræðrunum Ash og Naeem Mahmood. „Ég reikna alveg með að sú mynd komi í bíóhús á Íslandi snemma á næsta ári,“ segir Biggi. Hann er nýlega fluttur aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsettur í Bretlandi síðustu sex ár. Hann fer þó út reglulega í alls kyns verkefni eins og þetta, auk þess sem hann reynir að taka verkefni með sér heim. „Ég var að vinna hjá Universal í London og var þar aðallega að semja fyrir auglýsingar eða stuttar kvikmyndir. Þetta er því öðruvísi en það sem ég hef verið að gera. Það er meira frelsi í þessu og ég fæ að gera þetta eftir tilfinningu. Það er ekkert of ákveðið og það er alveg frábært,“ segir Biggi. - trs Tónlist Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistamaðurinn Biggi Hilmars blandar saman ólíkum hljóðfærum í sínu stæsta verkefni hingað til. „Ég hef áður gert tónlistina fyrir tvær kvikmyndir í fullri lengd en þessar eru tvímælalaust stærri,“ segir tónlistamaðurinn Biggi Hilmars. Biggi er staddur í Glasgow þessa dagana að semja tónlist við bresku kvikmyndina My Brother The Ark Raider ásamt félaga sínum Scott Twynholm. „Við Scott erum búnir að sitja við síðustu þrjá daga að leika okkur og spinna af fingrum fram. Við erum að blanda saman alls kyns ólíkum hljóðfærum og þannig að reyna að túlka þær blendnu en sterku tilfinningar sem eru í myndinni,“ segir Biggi og nefnir sem dæmi að þeir hafi dregið fram hörpu, banjó, gítar og píanó. Nýlega lauk Biggi við að semja tónlist fyrir aðra mynd, Brash Young Turks, sem er hans stærsta mynd hingað til og leikstýrt af bræðrunum Ash og Naeem Mahmood. „Ég reikna alveg með að sú mynd komi í bíóhús á Íslandi snemma á næsta ári,“ segir Biggi. Hann er nýlega fluttur aftur heim til Íslands eftir að hafa verið búsettur í Bretlandi síðustu sex ár. Hann fer þó út reglulega í alls kyns verkefni eins og þetta, auk þess sem hann reynir að taka verkefni með sér heim. „Ég var að vinna hjá Universal í London og var þar aðallega að semja fyrir auglýsingar eða stuttar kvikmyndir. Þetta er því öðruvísi en það sem ég hef verið að gera. Það er meira frelsi í þessu og ég fæ að gera þetta eftir tilfinningu. Það er ekkert of ákveðið og það er alveg frábært,“ segir Biggi. - trs
Tónlist Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira