Lítil eyríki ósátt við loftslagsráðstefnu 11. desember 2012 09:00 Mótmælendur voru inni í ráðstefnuhöllinni um helgina, en takmarkanir á frelsi mótmælendanna voru talsverðar í Katar. nordicphotos/afp Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. „Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum í lok þessa fundar, ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði utanríkisráðherra Nauru-eyja í Míkrónesíu, Kieren Keke, sem var í forsvari fyrir lítil eyríki á loftslagsráðstefnunni í Doha í Katar. „Við erum ekki heldur á þeim stað sem við þyrftum að vera á til að koma í veg fyrir að eyjur fari undir sjó.“ Lítil eyríki og önnur þróunarlönd voru mörg hver ósátt við niðurstöðu fundarins, þrátt fyrir að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. „Við teljum þessa niðurstöðu ófullnægjandi í losun og fjármálum. Samkomulagið mun líklega verða til þess að þriggja til fimm gráðu hækkun verður á hitastigi heimsins, jafnvel þó við höfum samþykkt að reyna að láta meðalhitastigið ekki hækka um meira en 1,5 gráður, til þess að tryggja að allar eyjur lifi af. Það er ekkert nýtt fjármagn – bara loforð um að eitthvað verði gert í framtíðinni. Þeir sem koma í veg fyrir þetta þurfa að hætta að tala um hvernig líf þeirra fólks verður og fara að tala um hvort okkar fólk mun lifa af.“ Fátæk ríki kröfðust þess í byrjun ráðstefnunnar að sett yrði fram tímaáætlun um það hvernig ríku löndin myndu hækka aðstoð vegna loftslagsbreytinga í 100 milljónir Bandaríkjadala á ári fram til ársins 2020, þegar nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda á að taka gildi. Þessu hafði verið lofað fyrir þremur árum síðan. Í lokasamþykkt ráðstefnunnar eru ríku löndin þó aðeins hvött til þess að safna að minnsta kosti 10 milljónum dala á ári, en ekki skylduð til neins. Þá er því lofað að fundnar verði leiðir til að hækka aðstoðina. Ríku löndin gengust þó við ábyrgð sinni á skaða sem loftslagsbreytingar hafa valdið í mörgum þróunarríkjum á ráðstefnunni. Samkomulag um framlengingu Kýótó-bókunarinnar varð til á laugardaginn, eftir að ráðstefnunni átti að vera lokið. Mikill ágreiningur ríkti á lokasprettinum og stór ríki eins og Rússland, Japan, Nýja-Sjáland og Kanada drógu sig út úr samkomulaginu. Ríkin sem samþykktu bókunina losa aðeins um fimmtán prósent af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. thorunn@frettabladid.is Loftslagsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Ýmis lítil eyríki, sem stafar mikil hætta af loftslagsbreytingum, eru ósátt við niðurstöður loftslagsráðstefnunnar í Doha. Samkomulagið verður til þess að hitastigið hækkar um allt að fimm gráður, segir forsvarsmaður eyríkjanna. „Þetta er ekki niðurstaðan sem við vildum í lok þessa fundar, ég get fullvissað ykkur um það,“ sagði utanríkisráðherra Nauru-eyja í Míkrónesíu, Kieren Keke, sem var í forsvari fyrir lítil eyríki á loftslagsráðstefnunni í Doha í Katar. „Við erum ekki heldur á þeim stað sem við þyrftum að vera á til að koma í veg fyrir að eyjur fari undir sjó.“ Lítil eyríki og önnur þróunarlönd voru mörg hver ósátt við niðurstöðu fundarins, þrátt fyrir að væntingar hafi ekki verið miklar fyrir fundinn. „Við teljum þessa niðurstöðu ófullnægjandi í losun og fjármálum. Samkomulagið mun líklega verða til þess að þriggja til fimm gráðu hækkun verður á hitastigi heimsins, jafnvel þó við höfum samþykkt að reyna að láta meðalhitastigið ekki hækka um meira en 1,5 gráður, til þess að tryggja að allar eyjur lifi af. Það er ekkert nýtt fjármagn – bara loforð um að eitthvað verði gert í framtíðinni. Þeir sem koma í veg fyrir þetta þurfa að hætta að tala um hvernig líf þeirra fólks verður og fara að tala um hvort okkar fólk mun lifa af.“ Fátæk ríki kröfðust þess í byrjun ráðstefnunnar að sett yrði fram tímaáætlun um það hvernig ríku löndin myndu hækka aðstoð vegna loftslagsbreytinga í 100 milljónir Bandaríkjadala á ári fram til ársins 2020, þegar nýtt samkomulag um losun gróðurhúsalofttegunda á að taka gildi. Þessu hafði verið lofað fyrir þremur árum síðan. Í lokasamþykkt ráðstefnunnar eru ríku löndin þó aðeins hvött til þess að safna að minnsta kosti 10 milljónum dala á ári, en ekki skylduð til neins. Þá er því lofað að fundnar verði leiðir til að hækka aðstoðina. Ríku löndin gengust þó við ábyrgð sinni á skaða sem loftslagsbreytingar hafa valdið í mörgum þróunarríkjum á ráðstefnunni. Samkomulag um framlengingu Kýótó-bókunarinnar varð til á laugardaginn, eftir að ráðstefnunni átti að vera lokið. Mikill ágreiningur ríkti á lokasprettinum og stór ríki eins og Rússland, Japan, Nýja-Sjáland og Kanada drógu sig út úr samkomulaginu. Ríkin sem samþykktu bókunina losa aðeins um fimmtán prósent af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið. thorunn@frettabladid.is
Loftslagsmál Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent