Einleikur um vændi á Vinnslunni 8. desember 2012 08:00 Lilja Nótt flytur einleik á Norðurpólnum í kvöld með ráðleggingum til þeirra sem hyggjast leggja vændi fyrir sig.Fréttablaðið/Vilhelm "Við erum að skoða hvort það að banna vændi færi það bara lengra undir yfirborðið og geri það þar af leiðandi verra," segir Lilja Nótt Þórarinsdóttir, sem mun flytja einleik eftir Guðmund Inga Þorvaldsson á klósetti fyrir fatlaða á Norðurpólnum í kvöld. "Ég er ósammála Gumma um að það þurfi að ræða þetta, ég vil bara að það sé bannað, en það gerir það bara enn meira spennandi fyrir okkur að vinna saman." Guðmundur Ingi byggir einleikinn á bókinni When Sex Becomes Work eftir hollenska konu sem heitir Mariska Majoor. "Hún er ekki að hvetja fólk til að stunda vændi," segir Guðmundur Ingi, "heldur að tala til þeirra sem eru búnir að ákveða, eða eru alvarlega að velta fyrir sér, að byrja að stunda vændi. Í bókinni heldur hún því fram að ef þú sért búinn að ákveða að byrja sé betra fyrir þig að vita ákveðna hluti en að þurfa að læra með því að reka sig á. Hún er fyrrverandi vændiskona sem stofnaði og heldur úti Prostitute Information Center í Amsterdam og vill meina að eina leiðin til að eiga við vændi sé að lögleiða það." Hvernig kom þetta til? "Hugmyndin og verkstjórnin er algerlega mín en Vinnslan – sviðslistahópur setur þetta upp," segir Guðmundur. "Ekkert okkar er á nokkurn hátt hallt undir vændi. Við viljum bara bera upp þessa spurningu við almenning. Best er að taka fram að verkið er í vinnslu og þetta er fyrsta tilraun." Einleikurinn er hluti af dagskránni Vinnslan 4 þar sem um þrjátíu listamenn koma fram og sýna verk sín. Listamennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Þarna koma fram sviðslistamenn, tónlistarmenn, myndlistarmenn, vídeólistamenn, dansarar og fleiri og fleiri. Dagskráin hefst klukkan 20 á laugardagskvöld og stendur til 1 eftir miðnætti. Listrænir stjórnendur Vinnsl-unnar eru Vala Ómarsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, María Kjartansdóttir og Birgir Hilmarsson. Vinnsluna setja þau upp í samvinnu við Alheiminn – Norðurpóllinn. Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Við erum að skoða hvort það að banna vændi færi það bara lengra undir yfirborðið og geri það þar af leiðandi verra," segir Lilja Nótt Þórarinsdóttir, sem mun flytja einleik eftir Guðmund Inga Þorvaldsson á klósetti fyrir fatlaða á Norðurpólnum í kvöld. "Ég er ósammála Gumma um að það þurfi að ræða þetta, ég vil bara að það sé bannað, en það gerir það bara enn meira spennandi fyrir okkur að vinna saman." Guðmundur Ingi byggir einleikinn á bókinni When Sex Becomes Work eftir hollenska konu sem heitir Mariska Majoor. "Hún er ekki að hvetja fólk til að stunda vændi," segir Guðmundur Ingi, "heldur að tala til þeirra sem eru búnir að ákveða, eða eru alvarlega að velta fyrir sér, að byrja að stunda vændi. Í bókinni heldur hún því fram að ef þú sért búinn að ákveða að byrja sé betra fyrir þig að vita ákveðna hluti en að þurfa að læra með því að reka sig á. Hún er fyrrverandi vændiskona sem stofnaði og heldur úti Prostitute Information Center í Amsterdam og vill meina að eina leiðin til að eiga við vændi sé að lögleiða það." Hvernig kom þetta til? "Hugmyndin og verkstjórnin er algerlega mín en Vinnslan – sviðslistahópur setur þetta upp," segir Guðmundur. "Ekkert okkar er á nokkurn hátt hallt undir vændi. Við viljum bara bera upp þessa spurningu við almenning. Best er að taka fram að verkið er í vinnslu og þetta er fyrsta tilraun." Einleikurinn er hluti af dagskránni Vinnslan 4 þar sem um þrjátíu listamenn koma fram og sýna verk sín. Listamennirnir eru eins ólíkir og þeir eru margir. Þarna koma fram sviðslistamenn, tónlistarmenn, myndlistarmenn, vídeólistamenn, dansarar og fleiri og fleiri. Dagskráin hefst klukkan 20 á laugardagskvöld og stendur til 1 eftir miðnætti. Listrænir stjórnendur Vinnsl-unnar eru Vala Ómarsdóttir, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, María Kjartansdóttir og Birgir Hilmarsson. Vinnsluna setja þau upp í samvinnu við Alheiminn – Norðurpóllinn.
Menning Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Lífið Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Lífið Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Eftirminnilegast að hitta Loreen Lífið Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Tíska og hönnun Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Fleiri fréttir Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira