Daníel á toppnum í Svíþjóð með nýtt lag 6. desember 2012 07:00 „Umboðsmaðurinn minn er að minnsta kosti rosalega stoltur og ánægður með mig þessa dagana. Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ég get ekki kvartað," segir söngvarinn Daníel Óliver glaður í bragði. Lag Daníels Ólivers, DJ Blow My Speakers, var gefið út í Svíþjóð á mánudaginn en það er fyrsta lagið sem söngvarinn gefur út fyrir alþjóðlegan markað. Lagið skaust samdægurs í fyrsta sæti á listanum yfir mest keyptu raftónlistar-lögin á iTunes í Svíþjóð og hefur haldið því sæti síðan. Á heildarlistanum yfir mest keyptu lögin á iTunes í Svíþjóð situr lagið í 60. sæti. „Þetta er þvílíkur heiður. Það telst góður árangur að ná inn á topp 100 á þeim lista svo ég er auðvitað í skýjunum," segir Daníel. Daníel Óliver hefur komið fram á nokkrum tónleikum í Stokkhólmi og Malmö, auk þess sem hann fór til London í lok september og hélt þar tónleika fyrir smekkfullu húsi. Þar fyrir utan hefur hann tekið að sér nokkur verkefni sem plötusnúður. „Ég hef verið duglegur að spila íslenska tónlist og það hefur fallið vel í kramið. Ég spila Erp Eyvindsson töluvert við góðar undirtektir," segir hann. Spurður hvað sé á döfinni hjá Daníel segir hann nokkur remix af DJ Blow My Speaker vera á leiðinni og að samningaviðræður um plötu séu í gangi við nokkur plötufyrirtæki. „Svo ætla ég að koma heim um jólin og hitta fjölskylduna og vinina. Það hefur verið svakaleg keyrsla í gangi að undanförnu svo það verður frábært að koma heim og liggja aðeins í leti," segir hann. Breska tónlistarvefsíðan Scandipop birti umfjöllun um Daníel Óliver í vikunni og er hann þar kallaður næsti poppprins norðursins. Er hann korteri frá heimsfrægð? „Kannski ekki alveg en þetta er að minnsta kosti mjög góð byrjun," segir hann og hlær. tinnaros@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Umboðsmaðurinn minn er að minnsta kosti rosalega stoltur og ánægður með mig þessa dagana. Þetta er auðvitað ógeðslega gaman og ég get ekki kvartað," segir söngvarinn Daníel Óliver glaður í bragði. Lag Daníels Ólivers, DJ Blow My Speakers, var gefið út í Svíþjóð á mánudaginn en það er fyrsta lagið sem söngvarinn gefur út fyrir alþjóðlegan markað. Lagið skaust samdægurs í fyrsta sæti á listanum yfir mest keyptu raftónlistar-lögin á iTunes í Svíþjóð og hefur haldið því sæti síðan. Á heildarlistanum yfir mest keyptu lögin á iTunes í Svíþjóð situr lagið í 60. sæti. „Þetta er þvílíkur heiður. Það telst góður árangur að ná inn á topp 100 á þeim lista svo ég er auðvitað í skýjunum," segir Daníel. Daníel Óliver hefur komið fram á nokkrum tónleikum í Stokkhólmi og Malmö, auk þess sem hann fór til London í lok september og hélt þar tónleika fyrir smekkfullu húsi. Þar fyrir utan hefur hann tekið að sér nokkur verkefni sem plötusnúður. „Ég hef verið duglegur að spila íslenska tónlist og það hefur fallið vel í kramið. Ég spila Erp Eyvindsson töluvert við góðar undirtektir," segir hann. Spurður hvað sé á döfinni hjá Daníel segir hann nokkur remix af DJ Blow My Speaker vera á leiðinni og að samningaviðræður um plötu séu í gangi við nokkur plötufyrirtæki. „Svo ætla ég að koma heim um jólin og hitta fjölskylduna og vinina. Það hefur verið svakaleg keyrsla í gangi að undanförnu svo það verður frábært að koma heim og liggja aðeins í leti," segir hann. Breska tónlistarvefsíðan Scandipop birti umfjöllun um Daníel Óliver í vikunni og er hann þar kallaður næsti poppprins norðursins. Er hann korteri frá heimsfrægð? „Kannski ekki alveg en þetta er að minnsta kosti mjög góð byrjun," segir hann og hlær. tinnaros@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning