Deep Purple kemur til Íslands í fjórða sinn FB skrifar 29. nóvember 2012 08:00 Ian Gillan og félagar í Deep Purple eru á leiðinni til Íslands í fjórða sinn. nordicphotos/getty Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi. Að sögn tónleikahaldarans Björgvins Þórs Rúnarssonar á hljómsveitin Íslandsmet í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir Íslendinga að sjá þessa snillinga í hinsta sinn, því mér skilst að þetta verði í síðasta sinn sem þeir koma hingað. Eftir samtal mitt við þeirra fólk er ég sannfærður um að Íslendingar fái risatónleika þann 12. júlí,“ segir Björgvin og bætir við: „Deep Purple er enn í fullu fjöri og hefur verið að fá afbragðsdóma fyrir tónleikana sína.“ Deep Purple er ein af þekktustu rokksveitum sögunnar. Meðal vinsælustu laga hennar eru Smoke on the Water, Highway Star, The Woman From Tokyo, Child in Time og Perfect Stranger. Í dag er hljómsveitin skipuð þeim Ian Paice, Steven Morse, Donald Airey, Roger Glover og Ian Gillan. Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is fimmtudaginn 13. desember. Nýja Laugardalshöllin tekur tíu þúsund manns og selt verður í svæði A og B. Söngvarinn kröftugi Eyþór Ingi Gunnlaugsson mun hita upp ásamt hljómsveit sinni. F Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Deep Purple stígur á svið í Nýju Laugardalshöllinni 12. júlí á næsta ári. Þetta verður í fjórða sinn sem þessi heimsfræga rokkhljómsveit kemur til Íslands. Fyrst spilaði hún árið 1971 í Laugardalshöllinni og svo aftur 2004 og 2007, bæði skiptin í Höllinni. Samanlagt hefur sveitin selt um þrjátíu þúsund miða hér á landi. Að sögn tónleikahaldarans Björgvins Þórs Rúnarssonar á hljómsveitin Íslandsmet í miðasölu hérlendis þegar um erlenda sveit er að ræða. Árið 2007 hélt Deep Purple tvenna tónleika í Höllinni og seldist upp á þá á örskömmum tíma. „Þetta verður frábært tækifæri fyrir Íslendinga að sjá þessa snillinga í hinsta sinn, því mér skilst að þetta verði í síðasta sinn sem þeir koma hingað. Eftir samtal mitt við þeirra fólk er ég sannfærður um að Íslendingar fái risatónleika þann 12. júlí,“ segir Björgvin og bætir við: „Deep Purple er enn í fullu fjöri og hefur verið að fá afbragðsdóma fyrir tónleikana sína.“ Deep Purple er ein af þekktustu rokksveitum sögunnar. Meðal vinsælustu laga hennar eru Smoke on the Water, Highway Star, The Woman From Tokyo, Child in Time og Perfect Stranger. Í dag er hljómsveitin skipuð þeim Ian Paice, Steven Morse, Donald Airey, Roger Glover og Ian Gillan. Miðasala á tónleikana hefst á Midi.is fimmtudaginn 13. desember. Nýja Laugardalshöllin tekur tíu þúsund manns og selt verður í svæði A og B. Söngvarinn kröftugi Eyþór Ingi Gunnlaugsson mun hita upp ásamt hljómsveit sinni. F
Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið