Innbökuð nautalund á hátíðarborðið 4. desember 2012 13:00 Innbökuð nautalund með madeira-sósu er ljúffengur matur. Ekki eru allir sem vilja borða hamborgarhrygg eða hangikjöt á jólum. Hvernig væri að prófa lúxus nautasteik? Margir borða nautalund á jólum eða um áramót. Wellington-naut er þekktur veislumatur víða um heim. Gott er að skipuleggja sig vel svo veislan heppnist sem best. Uppskriftin miðast við sex manns.Það sem þarf:Um það bil 1,2 kg nautalund2 tsk. salt1 tsk. nýmalaður pipar2 msk. smjör1 pakki frosið smjördeig1 eggSveppafylling150 g ferskir sveppir1 laukur2 msk. smjör3 msk. fersk steinselja2 dl brauðraspur½ tsk. salt½ tsk. piparGrænmeti12 ferskir sperglar (aspas)6 tómatar250 g spínatKínakál, smátt skorið4 skalottlaukar2 msk. smjör1 tsk. salt½ tsk. piparSafi úr hálfri sítrónuÍ þessum rétti er eingöngu besti bitinn úr lundinni notaður, endarnir eru skornir frá og notaðir í annan rétt eftir smekk hvers og eins. Lundin er brúnuð í smjöri á heitri pönnu, krydduð og síðan sett til hliðar.Skerið sveppina og laukinn smátt. Steikið í smjöri og hrærið á meðan steikingin fer fram. Bætið steinselju og brauðraspi saman við. Bragðbætið með salti og pipar.Leggið smjördeigið á borð og fletjið það út.Plöturnar eiga að límast saman með léttþeyttu eggi. Leggið sveppablönduna langsum á miðju deigsins. Lundin er síðan sett ofan á og restin af sveppunum ofan á hana.Pakkið kjötinu inn í smjördeigið, leggið á smjörpappír á bökunarplötu og látið "sauminn" snúa niður. Notið afskurð af deiginu til að búa til skraut ofan á.Penslið allt með léttþeyttu egginu og geymið á köldum stað þar til kjötið fer í ofninn. Þetta má gera degi fyrir notkun. Setjið kjötið í 200°C heitan ofn í 20 mínútur. Kjötið á að elda þar til kjöthitamælirinn sýnir 57°C.Meðlætið:Skerið eða brjótið harða partinn af sperglinum. Þegar spergillinn er beygður kemur í ljós hvar er best að brjóta hann í sundur. Hann er síðan soðinn í sjóðandi vatni í eina til tvær mínútur.Einnig er gott að hafa fyllta tómata með. Þeir eru settir í sjóðandi vatn í örstutta stund og síðan afhýddir. Laukurinn er saxaður og settur á heita pönnu með smjöri ásamt kínakáli og spínati. Bragðbætt með salti og pipar.Skerið toppinn af tómötunum og takið aldinkjötið úr. Fyllið síðan með spínatblöndunni. Gott er að setja smá sítrónusafa yfir. Setjið í ofninn og bakið við 200°C í um það bil fimm mínútur.Með kjötinu er gott að hafa madeira-sósu.Madeira-sósa3 msk. mjög fínt saxaður skalottlaukur30 g smjör250 g sveppir½ tsk. möluð piparkorn1 lárviðarlaufFerskt timían¼ bolli rauðvín¾ bolli madeira-vín1 bolli gott kjötsoðRjómi eftir smekkBræðið smjör á pönnu og steikið laukinn, bætið síðan sveppunum út á og látið steikjast þar til þeir mýkjast og hafa tekið fallegan lit. Takið þá sveppina til hliðar en bætið á pönnuna pipar, timíani og lárviðarlaufi. Þá fer rauðvín og madeira út á pönnuna og loks kjötsoðið. Látið suðuna koma upp og setjið sveppina út í aftur. Að lokum er rjóminn settur saman við og allt hrært vel saman og hitað. Berið fram með kjötinu. Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól Vill rjúpu á jólaborðið Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ekki jól án jólakökunnar Jólin Guð á afmæli á jólunum Jól Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól 15 metra hermaður Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum Jól
Ekki eru allir sem vilja borða hamborgarhrygg eða hangikjöt á jólum. Hvernig væri að prófa lúxus nautasteik? Margir borða nautalund á jólum eða um áramót. Wellington-naut er þekktur veislumatur víða um heim. Gott er að skipuleggja sig vel svo veislan heppnist sem best. Uppskriftin miðast við sex manns.Það sem þarf:Um það bil 1,2 kg nautalund2 tsk. salt1 tsk. nýmalaður pipar2 msk. smjör1 pakki frosið smjördeig1 eggSveppafylling150 g ferskir sveppir1 laukur2 msk. smjör3 msk. fersk steinselja2 dl brauðraspur½ tsk. salt½ tsk. piparGrænmeti12 ferskir sperglar (aspas)6 tómatar250 g spínatKínakál, smátt skorið4 skalottlaukar2 msk. smjör1 tsk. salt½ tsk. piparSafi úr hálfri sítrónuÍ þessum rétti er eingöngu besti bitinn úr lundinni notaður, endarnir eru skornir frá og notaðir í annan rétt eftir smekk hvers og eins. Lundin er brúnuð í smjöri á heitri pönnu, krydduð og síðan sett til hliðar.Skerið sveppina og laukinn smátt. Steikið í smjöri og hrærið á meðan steikingin fer fram. Bætið steinselju og brauðraspi saman við. Bragðbætið með salti og pipar.Leggið smjördeigið á borð og fletjið það út.Plöturnar eiga að límast saman með léttþeyttu eggi. Leggið sveppablönduna langsum á miðju deigsins. Lundin er síðan sett ofan á og restin af sveppunum ofan á hana.Pakkið kjötinu inn í smjördeigið, leggið á smjörpappír á bökunarplötu og látið "sauminn" snúa niður. Notið afskurð af deiginu til að búa til skraut ofan á.Penslið allt með léttþeyttu egginu og geymið á köldum stað þar til kjötið fer í ofninn. Þetta má gera degi fyrir notkun. Setjið kjötið í 200°C heitan ofn í 20 mínútur. Kjötið á að elda þar til kjöthitamælirinn sýnir 57°C.Meðlætið:Skerið eða brjótið harða partinn af sperglinum. Þegar spergillinn er beygður kemur í ljós hvar er best að brjóta hann í sundur. Hann er síðan soðinn í sjóðandi vatni í eina til tvær mínútur.Einnig er gott að hafa fyllta tómata með. Þeir eru settir í sjóðandi vatn í örstutta stund og síðan afhýddir. Laukurinn er saxaður og settur á heita pönnu með smjöri ásamt kínakáli og spínati. Bragðbætt með salti og pipar.Skerið toppinn af tómötunum og takið aldinkjötið úr. Fyllið síðan með spínatblöndunni. Gott er að setja smá sítrónusafa yfir. Setjið í ofninn og bakið við 200°C í um það bil fimm mínútur.Með kjötinu er gott að hafa madeira-sósu.Madeira-sósa3 msk. mjög fínt saxaður skalottlaukur30 g smjör250 g sveppir½ tsk. möluð piparkorn1 lárviðarlaufFerskt timían¼ bolli rauðvín¾ bolli madeira-vín1 bolli gott kjötsoðRjómi eftir smekkBræðið smjör á pönnu og steikið laukinn, bætið síðan sveppunum út á og látið steikjast þar til þeir mýkjast og hafa tekið fallegan lit. Takið þá sveppina til hliðar en bætið á pönnuna pipar, timíani og lárviðarlaufi. Þá fer rauðvín og madeira út á pönnuna og loks kjötsoðið. Látið suðuna koma upp og setjið sveppina út í aftur. Að lokum er rjóminn settur saman við og allt hrært vel saman og hitað. Berið fram með kjötinu.
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Jólalag dagsins: Jónsi og Selma með Þú komst með jólin til mín Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 21. desember Jól Vill rjúpu á jólaborðið Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Ekki jól án jólakökunnar Jólin Guð á afmæli á jólunum Jól Sálmur 79 - Syngi Guði himna hjörð Jól 15 metra hermaður Jól Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Ris a l'amande með stífþeyttum eggjahvítum Jól