Ljóðið um aðventukertin fjögur 11. desember 2012 11:00 Aðventukrans. Aðventukransinn barst hingað til lands frá Danmörku eftir árið 1940 en hann er talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. Í fyrstu var hann aðallega notaður til að skreyta útstillingarglugga í verslunum en varð algengur á íslenskum heimilum á árunum milli 1960 og 1970. Norski rithöfundurinn Sigurd Muri orti ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast "Nå tenner vi det første lys“. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrverandi kennari og safnvörður í Reykjavík, þýddi ljóðið sem á íslensku ber heitið "Við kveikjum einu kerti á“. Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans, því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda' í líking manns. Við kveikjum þremur kertum á, því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. Við kveikjum fjórum kertum á. Brátt kemur gesturinn, og allar þjóðir þurfa að sjá, að það er frelsarinn. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jólaguðspjallið Jól Ljúffengar jólakræsingar Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Hátíðlegar arabískar kræsingar Jól Sveinarnir kátu Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól
Aðventukransinn barst hingað til lands frá Danmörku eftir árið 1940 en hann er talinn er vera upprunninn í Þýskalandi á fyrri hluta 19. aldar. Í fyrstu var hann aðallega notaður til að skreyta útstillingarglugga í verslunum en varð algengur á íslenskum heimilum á árunum milli 1960 og 1970. Norski rithöfundurinn Sigurd Muri orti ljóð um aðventukertin fjögur sem kallast "Nå tenner vi det første lys“. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir, fyrrverandi kennari og safnvörður í Reykjavík, þýddi ljóðið sem á íslensku ber heitið "Við kveikjum einu kerti á“. Við kveikjum einu kerti á. Hans koma nálgast fer sem fyrstu jól í jötu lá og Jesúbarnið er. Við kveikjum tveimur kertum á og komu bíðum hans, því Drottinn sjálfur soninn þá mun senda' í líking manns. Við kveikjum þremur kertum á, því konungs beðið er, þótt Jesús sjálfur jötu og strá á jólum kysi sér. Við kveikjum fjórum kertum á. Brátt kemur gesturinn, og allar þjóðir þurfa að sjá, að það er frelsarinn. Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands
Jólafréttir Mest lesið Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 12. desember Jól Jólaguðspjallið Jól Ljúffengar jólakræsingar Jól Angan af lyngi boðaði komu jóla Jól Hátíðlegar arabískar kræsingar Jól Sveinarnir kátu Jól Elli í Jeff who?: Pakkar eru must Jól Í splunkunýjum náttkjól, með bók í hönd og Mackintosh í skál Jól Lét eins og jólin væru ekki til Jól Jesúbarnið er dýrmætasta gjöfin Jól