Jólin til forna 5. desember 2012 15:00 Flestum börnum þykir gaman að sjá hvernig jólin voru haldin á árum áður. Margir hafa það fyrir sið að heimsækja Árbæjarsafn fyrir jólin og fá smjörþefinn af því hvernig jólin voru haldin áður fyrr. Það er ævintýri fyrir börn jafnt sem fullorðna og góður dagur í Árbæjarsafni kemur flestum niður á jörðina. Jólasýning Árbæjarsafns hefur verið vel sótt undanfarin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni. Ungir sem aldnir geta rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta. Börn og fullorðnir fá að föndra, syngja jólalög og ferðast um í hestvagni. Sýningin verður í Árbæjarsafni 2., 9. og 16. desember milli 13 og 17. Þá verður boðið upp á jólaleiðsögn á ensku alla daga í desember klukkan 13. Þar verður farið yfir jólahald fyrri tíma. Skyggnst verður inn á heimili bændafjölskyldna um aldamótin 1900 og verður gestum boðið upp á laufabrauð og jólaöl. Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Mömmukökur bestar Jólin Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Frá ljósanna hásal Jól Loftkökur Jól
Margir hafa það fyrir sið að heimsækja Árbæjarsafn fyrir jólin og fá smjörþefinn af því hvernig jólin voru haldin áður fyrr. Það er ævintýri fyrir börn jafnt sem fullorðna og góður dagur í Árbæjarsafni kemur flestum niður á jörðina. Jólasýning Árbæjarsafns hefur verið vel sótt undanfarin ár og hlotið fastan sess í menningarlífi höfuðborgarinnar á aðventunni. Ungir sem aldnir geta rölt milli húsanna og fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkjóttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta. Börn og fullorðnir fá að föndra, syngja jólalög og ferðast um í hestvagni. Sýningin verður í Árbæjarsafni 2., 9. og 16. desember milli 13 og 17. Þá verður boðið upp á jólaleiðsögn á ensku alla daga í desember klukkan 13. Þar verður farið yfir jólahald fyrri tíma. Skyggnst verður inn á heimili bændafjölskyldna um aldamótin 1900 og verður gestum boðið upp á laufabrauð og jólaöl.
Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Mömmukökur bestar Jólin Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Frá ljósanna hásal Jól Loftkökur Jól