Ragnheiðarrauðkál 6. desember 2012 14:00 Ragnheiður Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Knitting Iceland, vill ekki sjá rauðkál úr dós á jólaborðinu. Grænar baunir úr dós eru þó velkomnar. MYND/GVA „Eitt er algjörlega bráðnauðsynlegt á mínum jólum en það er heimatilbúna rauðkálið," segir Ragnheiður Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Knitting Iceland, þegar hún er spurð hvort eitthvað megi alls ekki vanta á jólaborðið. „Ég ólst upp við skagfirsk jól, rjúpur með rauðkáli og brúnuðum kartöflum hjá ömmu og afa. Amma mín, Ragnheiður Bjarman, var snillingur í matargerð og kenndi mér ýmislegt sem kemur að góðum notum í eldhúsinu. Ég geri rauðkálið eins og hún, án uppskriftar en alltaf sama hráefnið, með miklu tilsmakki og á löngum tíma. Ég hef borðað rjúpur, hangikjöt, hamborgarhrygg, kalkúna og hjört á jólum en alltaf gert rauðkálið, mér finnst það eiginlega henta með öllu. Rauðkál úr krukku eða dós er harðbannað í mínum húsum sem er reyndar örlítil hræsni því grænar baunir frá Ora eru aldeilis velkomnar á mitt veisluborð." - rat Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Boðskapur Lúkasar Jól Álfadrottning í álögum Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Nótur fyrir píanó Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól
„Eitt er algjörlega bráðnauðsynlegt á mínum jólum en það er heimatilbúna rauðkálið," segir Ragnheiður Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Knitting Iceland, þegar hún er spurð hvort eitthvað megi alls ekki vanta á jólaborðið. „Ég ólst upp við skagfirsk jól, rjúpur með rauðkáli og brúnuðum kartöflum hjá ömmu og afa. Amma mín, Ragnheiður Bjarman, var snillingur í matargerð og kenndi mér ýmislegt sem kemur að góðum notum í eldhúsinu. Ég geri rauðkálið eins og hún, án uppskriftar en alltaf sama hráefnið, með miklu tilsmakki og á löngum tíma. Ég hef borðað rjúpur, hangikjöt, hamborgarhrygg, kalkúna og hjört á jólum en alltaf gert rauðkálið, mér finnst það eiginlega henta með öllu. Rauðkál úr krukku eða dós er harðbannað í mínum húsum sem er reyndar örlítil hræsni því grænar baunir frá Ora eru aldeilis velkomnar á mitt veisluborð." - rat
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Þrír mætir konfektmolar Jól Boðskapur Lúkasar Jól Álfadrottning í álögum Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Jólalag dagsins: Erna Hrönn syngur Jól eftir Jórunni Viðar Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóla-aspassúpa Jól Ljóðið um aðventukertin fjögur Jólin Nótur fyrir píanó Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 5. desember Jól