Jóladagatal Skoppu og Skrítlu á Stöð 2 1. desember 2012 06:00 Bestu vinir barnanna, þær Skoppa og Skrítla, opna glugga í jóladagatali Stöðvar 2 á hverjum degi frá og með 1. desember og fram að jólum. Úr dagatalinu draga þær fram orð sem tengjast jólunum og jólaundirbúningi. Orð dagsins tekur á sig ýmsar myndir og tóna og leikurinn berst út um víðan völl. Orðin eiga það öll sameiginlegt að börn heyra þau notuð í aðdraganda jóla en vantar gjarnan að vita hvað þau virkilega þýða. Skoppa og Skrítla vita alls ekki hvað öll þessi orð þýða svo þær fá aðstoð frá Barnaorðabókinni og að sjálfsögðu frá vinkonu sinni henni Lúsí. Bakari Svakari lætur sig ekki vanta í jólabaksturinn. Þá mun jólasveinninn mjög líklega gægjast inn um gluggann, Snæfinnur snjókarl tekur lagið og jólaenglar svífa um svell. Eins og ávallt hjá Skoppu og Skrítlu munu tónlist og dans skipa stóran sess. Margir krakkar hjálpa Skoppu og Skrítlu í jóladagatalinu. Jólasveinninn lendir stundum í vandræðum. Heitt kakó og rjómi, ómissandi í jólaundirbúningnum. Snæfinnur snjókarl tekur lagið. Skoppa og Skrítla opna einn reit á dag. Jóladagatal Mest lesið Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Nýtt jólalag frá Klöru: Vonar að lagið færi fólki frið frá öllu jólastressinu Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Enn stelur Kertasníkir senunni þótt hann sé ekki kominn til byggða Jól Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar Jól Jólalag dagsins: Egill Ólafsson flytur Ó, helga nótt Jól
Bestu vinir barnanna, þær Skoppa og Skrítla, opna glugga í jóladagatali Stöðvar 2 á hverjum degi frá og með 1. desember og fram að jólum. Úr dagatalinu draga þær fram orð sem tengjast jólunum og jólaundirbúningi. Orð dagsins tekur á sig ýmsar myndir og tóna og leikurinn berst út um víðan völl. Orðin eiga það öll sameiginlegt að börn heyra þau notuð í aðdraganda jóla en vantar gjarnan að vita hvað þau virkilega þýða. Skoppa og Skrítla vita alls ekki hvað öll þessi orð þýða svo þær fá aðstoð frá Barnaorðabókinni og að sjálfsögðu frá vinkonu sinni henni Lúsí. Bakari Svakari lætur sig ekki vanta í jólabaksturinn. Þá mun jólasveinninn mjög líklega gægjast inn um gluggann, Snæfinnur snjókarl tekur lagið og jólaenglar svífa um svell. Eins og ávallt hjá Skoppu og Skrítlu munu tónlist og dans skipa stóran sess. Margir krakkar hjálpa Skoppu og Skrítlu í jóladagatalinu. Jólasveinninn lendir stundum í vandræðum. Heitt kakó og rjómi, ómissandi í jólaundirbúningnum. Snæfinnur snjókarl tekur lagið. Skoppa og Skrítla opna einn reit á dag.
Jóladagatal Mest lesið Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Saga Garðars flytur jólalag á panflautu Jól „Gestirnir, þeir koma í raun og veru með jólin til mín“ Jól Nýtt jólalag frá Klöru: Vonar að lagið færi fólki frið frá öllu jólastressinu Jól Fara aftur til 1986 í glugga dagsins Jól Enn stelur Kertasníkir senunni þótt hann sé ekki kominn til byggða Jól Jóladagatal Vísis: Mugison tekur lagið með sjúskaðan, forláta gítar Jól Jólalag dagsins: Egill Ólafsson flytur Ó, helga nótt Jól