Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf 24. nóvember 2012 00:01 Þau Arnar Ragnarsson og Sólveig Ásta Sigurðardóttir eru æskulýðsleiðtogar í Háteigskirkju og annast barna- og unglingastarf kirkjunnar. MYND/STEFÁN Í Háteigskirkju er lögð mikil áhersla á listastarf. Reglulega eru haldnir tónleikar og myndlistarsýningar. Tveir kórar starfa í kirkjunni og fyrirhugað er að stofna listafélag. Í Háteigskirkju er öflugt tónlistar- og listalíf. Þar eru tveir kórar, kirkjukór og kammerkór. Einnig er fyrirhugað að stofna listafélag Háteigskirkju í byrjun næsta árs en því er ætlað að halda utan um allt listastarf sem fer fram í kirkjunni, bæði tónleika og myndlistarsýningar í safnaðarheimili kirkjunnar. „Kirkjukór Háteigskirkju er tiltölulega nýr kór og í honum eru um tuttugu manns,“ segir Kári Allansson, organisti og kórstjóri Háteigskirkju. „Kirkjukórinn er í örum vexti og syngur reglulega við messur. Fram undan er til dæmis aðventukvöld kirkjunnar þann 16. desember næstkomandi og mun kórinn flytja þar aðventutónlist og biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, mun flytja hugvekju. Kórinn er einnig að undirbúa stóra tónleika með hljómsveit í vor í samstarfi við þrjá aðra kóra.“ „Í Kammerkór Háteigskirkju eru faglærðir söngvarar. Kammerkórinn verður með jólatónleika 19. desember sem verða óskalagatónleikar. Fólk getur sent óskalög á netfangið mitt, kari@hateigskirkja.is og beðið um óskalag. Allir geta komið á tónleikana og hlustað á sitt uppáhaldsjólalag því við reynum að verða við öllum óskum. Nú þegar eru komin óskalög úr ýmsum áttum, meðal annars „Last Christmas“ með Wham!, „Santa Baby“ sem bæði Madonna og Eartha Kitt hafa tekið og svo „Heims um ból“,“ segir Kári. Í upphafi nýs árs er stefnt að stofnun listafélags Háteigskirkju. „Félagið verður stofnað til að fá meiri þunga í rekstur tónleikahaldsins og efla tónlistarlífið í kirkjunni. Ég verð listrænn stjórnandi þess og markmiðið er að halda tónleika vikulega. Kirkjan er vel fallin til tónleikahalds og ekki síst fyrir órafmagnaða tónlist en eftirspurn hefur verið eftir því að halda tónleika hér.“ Myndlistin fær sitt pláss í Háteigskirkju en í tengigangi milli kirkju og safnaðarheimilis, sem er einfaldlega kallaður Gangurinn, hafa verið haldnar sýningar. Nú er þar sýningin, Ó…María ó…meistari eftir Evu Ísleifsdóttur. Tónlistarlífið hefur verið í miklum blóma í kirkjunni að undanförnu en þar hefur hádegistónleikaröðin „Á ljúfum nótum í Háteigskirkju“ verið haldin annan hvern föstudag síðan í febrúar. „Tónleikarnir hafa verið ágætlega sóttir enda fjölbreyttir og skemmtilegir. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Lilja Eggertsdóttir og höfum við verið með djass, klassík, einsöng og fleira. Næsta föstudag halda Auður Gunnarsdóttir sópran og Snorri Wium tenór ásamt Kammerhópnum Stillu tónleika þar sem verður fjölbreytt dagskrá. Það er mikill slagkraftur í tónlistarlífinu í Háteigskirkju, það er gaman að taka þátt í því og að finna hvað allir eru jákvæðir enda margt spennandi og skemmtilegt fram undan,“ segir Kári. Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Mömmukökur bestar Jólin Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Frá ljósanna hásal Jól Loftkökur Jól
Í Háteigskirkju er lögð mikil áhersla á listastarf. Reglulega eru haldnir tónleikar og myndlistarsýningar. Tveir kórar starfa í kirkjunni og fyrirhugað er að stofna listafélag. Í Háteigskirkju er öflugt tónlistar- og listalíf. Þar eru tveir kórar, kirkjukór og kammerkór. Einnig er fyrirhugað að stofna listafélag Háteigskirkju í byrjun næsta árs en því er ætlað að halda utan um allt listastarf sem fer fram í kirkjunni, bæði tónleika og myndlistarsýningar í safnaðarheimili kirkjunnar. „Kirkjukór Háteigskirkju er tiltölulega nýr kór og í honum eru um tuttugu manns,“ segir Kári Allansson, organisti og kórstjóri Háteigskirkju. „Kirkjukórinn er í örum vexti og syngur reglulega við messur. Fram undan er til dæmis aðventukvöld kirkjunnar þann 16. desember næstkomandi og mun kórinn flytja þar aðventutónlist og biskup Íslands, sr. Agnes M. Sigurðardóttir, mun flytja hugvekju. Kórinn er einnig að undirbúa stóra tónleika með hljómsveit í vor í samstarfi við þrjá aðra kóra.“ „Í Kammerkór Háteigskirkju eru faglærðir söngvarar. Kammerkórinn verður með jólatónleika 19. desember sem verða óskalagatónleikar. Fólk getur sent óskalög á netfangið mitt, kari@hateigskirkja.is og beðið um óskalag. Allir geta komið á tónleikana og hlustað á sitt uppáhaldsjólalag því við reynum að verða við öllum óskum. Nú þegar eru komin óskalög úr ýmsum áttum, meðal annars „Last Christmas“ með Wham!, „Santa Baby“ sem bæði Madonna og Eartha Kitt hafa tekið og svo „Heims um ból“,“ segir Kári. Í upphafi nýs árs er stefnt að stofnun listafélags Háteigskirkju. „Félagið verður stofnað til að fá meiri þunga í rekstur tónleikahaldsins og efla tónlistarlífið í kirkjunni. Ég verð listrænn stjórnandi þess og markmiðið er að halda tónleika vikulega. Kirkjan er vel fallin til tónleikahalds og ekki síst fyrir órafmagnaða tónlist en eftirspurn hefur verið eftir því að halda tónleika hér.“ Myndlistin fær sitt pláss í Háteigskirkju en í tengigangi milli kirkju og safnaðarheimilis, sem er einfaldlega kallaður Gangurinn, hafa verið haldnar sýningar. Nú er þar sýningin, Ó…María ó…meistari eftir Evu Ísleifsdóttur. Tónlistarlífið hefur verið í miklum blóma í kirkjunni að undanförnu en þar hefur hádegistónleikaröðin „Á ljúfum nótum í Háteigskirkju“ verið haldin annan hvern föstudag síðan í febrúar. „Tónleikarnir hafa verið ágætlega sóttir enda fjölbreyttir og skemmtilegir. Listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar er Lilja Eggertsdóttir og höfum við verið með djass, klassík, einsöng og fleira. Næsta föstudag halda Auður Gunnarsdóttir sópran og Snorri Wium tenór ásamt Kammerhópnum Stillu tónleika þar sem verður fjölbreytt dagskrá. Það er mikill slagkraftur í tónlistarlífinu í Háteigskirkju, það er gaman að taka þátt í því og að finna hvað allir eru jákvæðir enda margt spennandi og skemmtilegt fram undan,“ segir Kári.
Jólafréttir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gyðingakökur Jól Óskalagatónleikar, aðventu- kvöld og fjölbreytt listalíf Jólin Svona gerirðu graflax Jól Mömmukökur bestar Jólin Endurgerð á ömmusalati Jól Kjúklingur með ljúfu jólabragði Jól Frá ljósanna hásal Jól Loftkökur Jól