Endurhljóðblandað meistaraverk 22. nóvember 2012 14:00 ENN FERSK Blue Lines hefur staðist tímans tönn. Hljómsveitin Massive Attack var einn af kyndilberum trip-hop tónlistarinnar sem var áberandi í Bretlandi á tíunda áratugnum. Hljómsveitin var stofnuð upp úr hipphopphópnum The Wild Bunch sem starfaði í Bristol-borg á níunda áratugnum. Árið 1988 var Massive Attack stofnuð sem hliðarverkefni út frá The Wild Bunch. Fyrsta plata sveitarinnar, Blue Lines, kom út árið 1991 og sló í gegn, ekki síst vegna smellsins Unfinished Sympathy sem Shara Nelson söng. Eftir það lá leiðin upp á við hjá Massive Attack. Hún gaf út fleiri flottar plötur og varð öflug tónleikasveit, eins og hún sýndi á frábærum tónleikum í Kaplakrika í júní 1997. Síðasta mánudag kom út endurhljóðblönduð útgáfa af Blue Lines. Hún er fáanleg bæði sem einföld geislaplata og í viðhafnarútgáfu sem inniheldur plötuna á CD, hágæðamix á DVD og tvær vínylplötur. Blue Lines er oft nefnd sem fyrsta trip-hop platan. Þetta var sannkölluð tímamótaplata. Auk áhrifa frá hipphopptónlist, blandaði Massive Attack inn í tónlistina döbbi, fönki og fleiri hlutum. Um sönginn á plötunni sáu fyrrnefnd Shara Nelson, gamli reggíboltinn Horace Andy og hinn ungi og efnilegi Adrian „Tricky" Thaws, sem var að hefja ferilinn. Auk þess kom Neneth Cherry við sögu í bakröddum. Blue Lines hljómaði ótrúlega fersk og framsækin þegar hún kom út og eins og heyrist vel á nýju útgáfunni þá hefur hún engu tapað af sjarmanum rúmum tuttugu árum seinna. Hún er enn fersk og lögin níu eru hvert öðru betra. Lífið Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Hljómsveitin Massive Attack var einn af kyndilberum trip-hop tónlistarinnar sem var áberandi í Bretlandi á tíunda áratugnum. Hljómsveitin var stofnuð upp úr hipphopphópnum The Wild Bunch sem starfaði í Bristol-borg á níunda áratugnum. Árið 1988 var Massive Attack stofnuð sem hliðarverkefni út frá The Wild Bunch. Fyrsta plata sveitarinnar, Blue Lines, kom út árið 1991 og sló í gegn, ekki síst vegna smellsins Unfinished Sympathy sem Shara Nelson söng. Eftir það lá leiðin upp á við hjá Massive Attack. Hún gaf út fleiri flottar plötur og varð öflug tónleikasveit, eins og hún sýndi á frábærum tónleikum í Kaplakrika í júní 1997. Síðasta mánudag kom út endurhljóðblönduð útgáfa af Blue Lines. Hún er fáanleg bæði sem einföld geislaplata og í viðhafnarútgáfu sem inniheldur plötuna á CD, hágæðamix á DVD og tvær vínylplötur. Blue Lines er oft nefnd sem fyrsta trip-hop platan. Þetta var sannkölluð tímamótaplata. Auk áhrifa frá hipphopptónlist, blandaði Massive Attack inn í tónlistina döbbi, fönki og fleiri hlutum. Um sönginn á plötunni sáu fyrrnefnd Shara Nelson, gamli reggíboltinn Horace Andy og hinn ungi og efnilegi Adrian „Tricky" Thaws, sem var að hefja ferilinn. Auk þess kom Neneth Cherry við sögu í bakröddum. Blue Lines hljómaði ótrúlega fersk og framsækin þegar hún kom út og eins og heyrist vel á nýju útgáfunni þá hefur hún engu tapað af sjarmanum rúmum tuttugu árum seinna. Hún er enn fersk og lögin níu eru hvert öðru betra.
Lífið Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira