Afar myndrænar og lifandi persónur 22. nóvember 2012 06:00 ánægður Sigurjón Sighvatsson er ánægður með að hafa tryggt sér kvikmyndaréttinn á Kulda. fréttablaðið/vilhelm Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á nýrri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur, Kulda, sem kom út fyrir helgi. Kuldi er sjálfstæður tryllir í anda bókar Yrsu, Ég man þig, sem Sigurjón hefur þegar keypt réttinn á og fer myndin í tökur á næsta ári. „Kuldi sýnir enn á ný að Yrsa er einstakur höfundur sem hefur tök á lesandanum frá upphafi til enda," segir Sigurjón. „Það andrúmsloft og þær persónur sem hún skapar í bókum sínum henta þar að auki vel kvikmyndaforminu, þar sem sögurnar eru afar myndrænar og persónurnar lifandi. Að mínu mati er Kuldi ef eitthvað er enn sterkari og áhrifameiri bók en Ég man þig og staðfestir að Yrsa er rithöfundur á heimsmælikvarða." Yrsa, sem er á upplestrarferð um Þýskaland, segist himinlifandi með að Sigurjón skuli hafa keypt réttinn á Kulda. Bókin geti ekki verið í betri höndum en hjá honum. Sigurjón hefur framleitt hátt í fimmtíu kvikmyndir og sjónvarpsseríur, aðallega sem sjálfstæður framleiðandi í Hollywood. Kvikmynd hans Wild at Heart í leikstjórn Davids Lynch hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma. Meðal leikara sem hann hefur unnið með eru Harrison Ford, Robert DeNiro, Jeff Bridges, Tim Robbins, Nicholas Cage, Natalie Portman og Toby Maguire. -fb Fréttir Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Sigurjón Sighvatsson hefur tryggt sér réttinn á nýrri spennusögu Yrsu Sigurðardóttur, Kulda, sem kom út fyrir helgi. Kuldi er sjálfstæður tryllir í anda bókar Yrsu, Ég man þig, sem Sigurjón hefur þegar keypt réttinn á og fer myndin í tökur á næsta ári. „Kuldi sýnir enn á ný að Yrsa er einstakur höfundur sem hefur tök á lesandanum frá upphafi til enda," segir Sigurjón. „Það andrúmsloft og þær persónur sem hún skapar í bókum sínum henta þar að auki vel kvikmyndaforminu, þar sem sögurnar eru afar myndrænar og persónurnar lifandi. Að mínu mati er Kuldi ef eitthvað er enn sterkari og áhrifameiri bók en Ég man þig og staðfestir að Yrsa er rithöfundur á heimsmælikvarða." Yrsa, sem er á upplestrarferð um Þýskaland, segist himinlifandi með að Sigurjón skuli hafa keypt réttinn á Kulda. Bókin geti ekki verið í betri höndum en hjá honum. Sigurjón hefur framleitt hátt í fimmtíu kvikmyndir og sjónvarpsseríur, aðallega sem sjálfstæður framleiðandi í Hollywood. Kvikmynd hans Wild at Heart í leikstjórn Davids Lynch hlaut Gullpálmann í Cannes á sínum tíma. Meðal leikara sem hann hefur unnið með eru Harrison Ford, Robert DeNiro, Jeff Bridges, Tim Robbins, Nicholas Cage, Natalie Portman og Toby Maguire. -fb
Fréttir Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira